Skjálftinn reyndist stærri en talið var

Horft í vestur yfir Kleifarvatn og að eldgosinu í Meradölum, …
Horft í vestur yfir Kleifarvatn og að eldgosinu í Meradölum, þegar á því stóð í ágúst fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálftinn sem varð skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt, og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, reyndist hafa verið stærri en fyrst var talið.

Þetta má ráða af uppfærðum mælingum Veðurstofu, þar sem uppgefin stærð skjálftans er nú 3,6.

Skammt austur af Kleifarvatni

Fyrst var greint frá því að hann hefði verið metinn 3,2 að stærð og við yfirferð hjá Veðurstofu aðfaranótt mánudags var sú stærð staðfest.

Nú er hann metinn 3,6 að stærð eins og áður sagði.

Jarðskjálftinn átti upptök sín skammt austur af Kleifarvatni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert