„Vilja helst losna við mig“

Forsætisráðherra ræddi komandi kosningar í Silfrinu í gærkvöldi.
Forsætisráðherra ræddi komandi kosningar í Silfrinu í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tek nú aðallega eftir því að það eru pólitískir andstæðingar sem vilja helst losna við mig, ég hef haft góðan stuðning frá mínu fólki,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi þar sem hann ræddi við Sigríði Hagalín.

Umræðuefnið auk annars var flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins um komandi helgi og kosningar á næsta ári og sagðist ráðherra þurfa að gera það upp við sig hvort hann hefði eldmóðinn til að hjóla í enn eitt kjörtímabilið, eins og hann orðaði það.

Kvaðst Bjarni enn fremur þurfa að spyrja sjálfan sig og flokkinn hvort rétt væri að hann gæfi kost á sér í komandi kosningum.

Ríkisstjórnin með umboð til hausts 2025

Hann sagði flokkinn þurfa að haga seglum eftir vindi, ríkisstjórnin hefði umboð fram til hausts 2025. „Ef þú kemst ekki lengra þá boðarðu kosningar en það er ekki að fara að gerast núna í haust“, mögulega í vor, var þó varnagli ráðherra er hann var spurður, þótt ekki vildi hann endilega spá kosningum á vordögum.

Kjósendur yrðu að endurnýja sitt umboð. Eitt mál sem nýst gæti vel í vetur, þvert á alla flokka, væru breytingar á stjórnarskránni, nefndi Bjarni, í lok spjallsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert