Miðflokkurinn er orðinn næstvinsælasti stjórnmálaflokkur Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 14% fylgi.
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur Íslands með 25,5% stuðning.
Það eru þó varla stóru fréttirnar því að Miðflokkurinn mælist nú með 15,3% fylgi á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn mælist aðeins með 13,9% fylgi.
Viðreisn mælist með 10,7% fylgi og Framsókn með 9% fylgi. Píratar mælast með 8,6% fylgi og Flokkur fólksins 7,1%
Vinstri græn næðu ekki mann inn á þingi en flokkurinn mælist með 4,5% fylgi.
Aftur á móti mælist Sósíalistaflokkurinn með 5,2% fylgi og næði inn á þing.