Áhorf á Silfrið hefur tekið stökk

Valgeir Ragnarsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Bergsteinn Sigurðsson stýra þættinum …
Valgeir Ragnarsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Bergsteinn Sigurðsson stýra þættinum á mánudagskvöldum á RÚV í vetur.

Mikil ánægja virðist vera meðal landsmanna með breyttan sýningartíma á umræðuþættinum Silfrinu sem er á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Í áhorfsgreiningu sem unnin var síðasta vetur og kynnt í stjórn RÚV fyrr í sumar kemur fram að áhorf á þáttinn hefur aukist til mun eftir að sýningartíminn var færður frá sunnudagsmorgni og fram á mánudagskvöld. Talsverðrar óánægju virtist gæta með nýja sýningartímann ef marka má umræður á samfélagsmiðlum en raunin virðist allt önnur.

Í fundargerð stjórnar RÚV frá 26. júní sem birt var í vikunni segir að áhorf hafi aukist úr 7% frá árunum 2021-2022 í 12,2% uppsafnað áhorf síðasta vetur.

„Áhorfsaukning varð í öllum aldurshópum, hlutfallslega mest aukning í yngsta aldurshópnum en einnig umtalsverð aukning í aldurshópnum 55-80 ára þar sem uppsafnað áhorf á frumsýningu fór úr 14,1% árið 2022 í 24,3% árið 2024,“ segir í fundargerð stjórnar RÚV. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert