„Það var einn sem fékk grjóthnullung í andlitið“

Á þriðja hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag.
Á þriðja hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Yfir 200 manns tóku þátt í varn­aræf­ingu á varn­ar­svæðinu í Reykja­nes­bæ í dag þar sem viðbragð við hóp­slysi sök­um eld­goss var æft. Æfing­in var hluti af Norður-Vík­ingi, 1.200 manna heræf­ingu sem hef­ur staðið yfir síðustu daga en lýk­ur á morg­un.

15 manns léku sjúk­linga, marg­ir hverj­ir frá Lands­björg, sem höfðu hlotið áverka vegna eld­goss og var komið upp aðstöðu á varn­ar­svæðinu til þess að taka á móti þeim. Auk heil­brigðis­starfs­manna frá Banda­ríkja­her voru sex frá viðbragðssveit Land­spít­al­ans og sex frá Heil­brigðsstofn­un Suður­nesja.

„Þetta eru bún­ir að vera stór­ir áverk­ar. Það var einn sem fékk grjót­hnull­ung í and­litið á sér og var með al­var­leg­an höfuðáverka í kjöl­farið á því. Ann­ar sem fékk reyk­mökk – svona gufustrók úr eld­gosi – fram­an í sig og fékk því al­var­lega eitrun, seg­ir Þór­dís Edda Hjart­ar­dótt­ir, bráðahjúkr­un­ar­fræðing­ur hjá Land­spít­al­an­um, í sam­tali við mbl.is um „áverk­ana“.

Áverkar á leikurum voru mismiklir, sumir áttu erfitt með andardrátt …
Áverk­ar á leik­ur­um voru mis­mikl­ir, sum­ir áttu erfitt með and­ar­drátt eft­ir gos­meng­un á meðan aðrir þurftu að líka sjúk­linga sem þurftu að fara í skurðaðgerð. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Einn lék sjúk­ling sem lést

Þór­dís er hluti af viðbragðssveit LSH sem veit­ir stuðning og ráðgjöf við viðbragðsaðila í héraði og sinn­ir þeim verk­um sem óskað er eft­ir ef hóp­slys verða. Í teym­inu er einn bráðalækn­ir og tveir bráðahjúkr­un­ar­fræðing­ar.

„Við styðjum við heil­brigðis­stofn­an­ir út á landi ef það verða stór slys,“ seg­ir Þór­dís. 

Aðstaða var til staðar fyr­ir þá sem þurftu að fara í skurðaðgerð og voru skurðlækn­ar á staðnum frá Banda­ríkja­her. Var þá einn leik­ari sem þurfti að leika sjúk­ling sem lést af áverk­um sín­um.

„Því miður er sann­leik­ur­inn sá að í svona al­var­leg­um slys­um þá eru mjög mikl­ar lík­ur á því að ein­hver sé með það al­var­lega áverka að hann lifi ekki af,“ seg­ir hún.

Heilbrigðisstarfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Landspítalanum tóku þátt í æfingunni.
Heil­brigðis­starfs­menn frá Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja og Land­spít­al­an­um tóku þátt í æf­ing­unni. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Heil­brigðis­starfs­menn græða á varn­aræf­ing­um

Græða ís­lensk­ir heil­brigðis­starfs­menn eitt­hvað á svona æf­ing­um?

„Já, klár­lega. Að sjá búnaðinn sem þau eru með og fá hug­mynd­ir um hvernig við get­um bætt okk­ar búnað. Sér­stak­lega viðbragðssveit­in fer bara á alla staði á land­inu og þarf að geta verið með góðan búnað til að sinna því sem við þurf­um að sinna á staðnum.

Svo er líka einn af lækn­un­um okk­ar þyrlu­lækn­ir þannig hún er líka að skoða hvað þau geta bætt á þyrlunni,“ seg­ir Þór­dís.

Bílar mættu með sjúklinga sem voru svo fluttir á sjúkrabörum …
Bíl­ar mættu með sjúk­linga sem voru svo flutt­ir á sjúkra­bör­um inn í aðstöðu heil­brigðis­starfs­manna á varna­svæðinu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Liðsauki her­manna yrði nauðsyn­leg­ur í stóru hóp­slysi

Þór­dís seg­ir að upp úr árið 2020 hafi verið farið yfir hóp­slysa­áætlan­ir á ný vegna eld­gos­anna á Reykja­nesskaga og séð hvernig viðbragð væri ef tjón yrði á fólki vegna eld­gosa. Það sé því gott að taka þátt í æf­ingu sem er ein­mitt miðuð að því að hlúa að fólki sem á að hafa lent í slysi vegna eld­goss.

Hún seg­ir klárt mál að ef að stórt hóp­slys yrði á land­inu þá þyrfti á hjálp her­manna á varn­ar­svæðinu að halda. Til að mynda á skemmti­ferðaskipi eða í Bláa lón­inu.

„Það voru 1.300 manns í Bláa lón­inu þegar byrjaði að gjósa. Ef þetta hefði orðið al­var­legt þar, við hefðum ekki getað höndlað 1.300 manns í einu og þá hefði verið mjög mik­il­vægt að fá aðstoð frá hern­um til að setja upp sinn eig­in spít­ala,“ seg­ir hún.

Nokkrir hermenn þurftu einnig að skella sér í hlutverk leikara. …
Nokkr­ir her­menn þurftu einnig að skella sér í hlut­verk leik­ara. Í þeirra til­felli voru þeir að leika her­menn sem höfðu slasast við björg­un­araðgerðir. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Æfing­in gekk vel fyr­ir sig

Þór­dís seg­ir að æf­ing­in hafi gengið vel og að áhuga­vert hafi verið að fylgj­ast með því hvernig her­inn at­hafn­ar sig.

Fólk frá Land­spít­al­an­um, Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja (HSS), Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, al­manna­vörn­um og Land­helg­is­gæsl­unni kom meðal ann­ars að æf­ing­unni ásamt Banda­ríkja­her.

Varn­aræf­ing­in Norður-Vík­ing­ur hófst í síðustu viku og lýk­ur á morg­un. Æfing­in er hald­in á grund­velli tví­hliða varn­ar­samn­ings Íslands og Banda­ríkj­anna frá 1951 og fer að jafnaði fram á tveggja ára fresti.

Við upphafi æfingarinnar var farið yfir það hversu margir sjúklingar …
Við upp­hafi æf­ing­ar­inn­ar var farið yfir það hversu marg­ir sjúk­ling­ar væru á leiðinni og hversu al­var­leg­ir áverk­ar væru. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur hjá Landspítalanum, ræddi við mbl.is.
Þór­dís Edda Hjart­ar­dótt­ir, bráðahjúkr­un­ar­fræðing­ur hjá Land­spít­al­an­um, ræddi við mbl.is. Eyþór Árna­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka