Fæðingum á Landspítala að fækka

Barnsfæðingar á Landspítalanum á fyrstu sex mánuðum ársins eru nokkru …
Barnsfæðingar á Landspítalanum á fyrstu sex mánuðum ársins eru nokkru færri en var á sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Colourbox

Barns­fæðing­ar á Land­spít­al­an­um á fyrstu sex mánuðum árs­ins eru nokkru færri en var á sama tíma í fyrra. Þetta kem­ur fram í töl­um um starf­semi sjúkra­húss­ins sem birt­ar eru á vef þess. Á tíma­bil­inu janú­ar-júní í ár ólu kon­ur alls 1.748 börn á fæðing­ar­deild spít­al­ans en 1.856 á þessu sama tíma­bili síðasta árs. Fækk­un­in er 5,8%

Í maí sl. fædd­ust 227 börn á Land­spít­al­an­um, 229 í júní og 272 í júní. Þetta er í öll­um til­vik­um fækk­un milli ára – og töl­urn­ar fyr­ir fyrstu þrjá mánuði árs­ins eru í sama takti. Fækk­un fæðinga í ár borið sam­an við sama tíma­bil er jafn­an 4-7%. Töl­ur þess­ar frá Land­spít­ala, þar sem flest börn á Íslandi fæðast, má setja í sam­hengi við upp­lýs­ing­ar sem Hag­stofa Íslands birti í vor þar sem fram kom að fæðing­artíðini hér á landi væri að falla.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka