Barnsfæðingar á Landspítalanum á fyrstu sex mánuðum ársins eru nokkru færri en var á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum um starfsemi sjúkrahússins sem birtar eru á vef þess. Á tímabilinu janúar-júní í ár ólu konur alls 1.748 börn á fæðingardeild spítalans en 1.856 á þessu sama tímabili síðasta árs. Fækkunin er 5,8%
Í maí sl. fæddust 227 börn á Landspítalanum, 229 í júní og 272 í júní. Þetta er í öllum tilvikum fækkun milli ára – og tölurnar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins eru í sama takti. Fækkun fæðinga í ár borið saman við sama tímabil er jafnan 4-7%. Tölur þessar frá Landspítala, þar sem flest börn á Íslandi fæðast, má setja í samhengi við upplýsingar sem Hagstofa Íslands birti í vor þar sem fram kom að fæðingartíðini hér á landi væri að falla.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.