Ný auglýsing Play vekur úlfúð

Ný auglýsing flugfélagsins birtist nú í kvöld.
Ný auglýsing flugfélagsins birtist nú í kvöld. Samsett mynd/Play/Eggert Jóhannesson

Ný auglýsingaherferð Play hefur vakið þó nokkra úlfúð þar sem henni hefur verið deilt á Instagram. Fylgjendur félagsins eru ekki á sama máli um hvort hún sé viðeigandi.

Sumir hafa sakað flugfélagið um kvenfyrirlitningu og sagst munu hætta að fylgja því á miðlinum.

Play birti þar í kvöld stutt myndskeið til að auglýsa tilboð á öllum flugferðum félagsins.

Í myndskeiðinu má sjá fáklæddan og sveittan kvenlíkama hoppa upp og niður en myndefnið er sýnt hægt.

Gamaldags eða kvenfyrirlitning?

Ekki eru allir par sáttir með myndskeiðið og segja það í besta falli gamaldags en í versta falli einkennast af kvenfyrirlitningu og hlutgervingu kvenna.

Flugfélagið birti ekki löngu síðar svipað myndskeið, í þetta sinn af karllíkama, þar sem stendur eftirfarandi við færsluna:

„Rétthugsunarlögreglan: „Þetta er kvenfyrirlitning.“ Samfélagsmiðlastjóri: „Eh, ókei.““

Myndskeiðin tvö má sjá hér fyrir neðan, en fyrri auglýsingin er ofar:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert