Par liggur undir grun fyrir að hafa nýtt sér stolið fyrirtækjakort frá N1 og keypt vörur hjá N1 fyrir tugi þúsunda króna.
Þetta staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.
Skúli segir málið vera í rannsókn en að fyrst hafi verið tilkynnt um kortið stolna og segir Skúli lögregluna hafa sterkan grun um að parið eigi sök í málinu.
Kortið stolna var notað á stöðvum N1 við Hringbraut í Reykjavík og við Lækjargötu í Hafnafirði.
Lögreglan skoðar nú upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu til að staðfesta aðild parsins að málinu.