Úrlausnir á næstu dögum

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór Árnason

„Eins og mér hef­ur skil­ist þá erum við kom­in með ágæt­is­leið sem ætti að geta tryggt það að þeir sem eru að bíða eft­ir láni núna geti fengið úr­lausn sinna mála á næstu dög­um,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um hlut­deild­ar­lán sem ekki hafa verið af­greidd frá því í vor þar sem Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) bíður enn eft­ir að fá meira fjár­magn frá rík­is­sjóði fyr­ir frek­ari lán­veit­ing­ar.

HMS lokaði fyr­ir um­sókn­ir um hlut­deild­ar­lán í maí þar sem láns­fjár­heim­ild­ir voru þá full­nýtt­ar. Von­ast var til að hægt yrði að opna fyr­ir út­hlut­un í júní þegar Alþingi hefði samþykkt aukn­ar láns­fjár­heim­ild­ir.

Þær láns­fjár­heim­ild­ir voru samþykkt­ar í vor og var þá feng­inn viðbót­armillj­arður.

Rík­ir gríðarleg eft­ir­spurn

„Við höf­um verið í vinnu sem lýt­ur að svona tækni­leg­um út­færsl­um bók­halds og áhrif­um á efna­hag,“ seg­ir ráðherr­ann um lán­in. Nú megi þó bú­ast við þeim á allra næstu dög­um.

„Um leið erum við að sjá til lands þegar kem­ur að því að koma þessu með rétt­um hætti fyr­ir í kerf­inu. Það ætti þá að vera tryggt að þess­ir fjór­ir millj­arðar sem við horf­um á líka á næsta ári, að þeir geti nýst þess­um hópi þar sem rík­ir gríðarleg eft­ir­spurn.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert