Tilkynnt var um eina líkamsárás á einum af skemmtistöðum Reykjanesbæjar en Ljósanótt náði hámarki í gærkvöld.
Enginn var handtekinn vegna árásarinnar en lögreglan telur sig hafa upplýsingar um gerandann.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir lögreglan hafi verið með sýnilega löggæslu en mikill fjöldi var saman komin á Ljósanótt í gærkvöld.
Tveir gista fangageymslur vegna ölvunar á almannafæri og annar þeirra verður kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumönnum en hann kýldi tvo lögreglumenn í andlitið.
Fram kemur í tilkynningunni að borið hafi á talsverðri ölvun meðal ungmenna og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þeim þar sem haft var samband við foreldra í samstarfi við barnavernd.
Heit yfir hefur Ljósanótt gengið vel að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.