Halla og Guðrún í broddi fylkingar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, og …
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sjást hér ganga út úr þinghúsinu á leið til guðþjónustu í Dómkirkjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi verður sett í dag, en þingsetningarathöfnin hófst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Gengu forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt séra Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti.

Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnaði Kammerkór Dómkirkjunnar og lék á orgel. Sigurður Flosason saxófónleikari lék með í forspili og eftirspili.

Að guðsþjónustu lokinni er gengið aftur til þinghússins og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, setur Alþingi, 155. löggjafarþing. Schola Cantorum syngur við þingsetninguna.

Hlé verður gert á þingsetningarfundi til kl. 16:00. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 útbýtt.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða annað kvöld kl. 19:40.

Fjármálaráðherra mælir svo fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert