„Mikilvægt fyrir alla að breyta til“

Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Páll Winkel fangelsismálastjóri. mbl.is/Hari

Páll E. Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ist spennt­ur fyr­ir nýju starfi inn­an há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins. Seg­ir hann mik­il­vægt fyr­ir alla að breyta til og kynn­ast öðrum vett­vangi. Hann seg­ist frek­ar gera ráð fyr­ir því en ekki að snúa aft­ur til Fang­els­is­mála­stofn­un­ar þegar árs­leyf­inu er lokið.

Nefn­ir hann að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðun hans að sjá ann­an hátt­sett­an mann inn­an rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins, Helga Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ara, verða fyr­ir hót­un­um í starfi sínu. Slíkt sé hins veg­ar hluti af starfs­um­hverfi í þess­um geira.

Páll mun taka árs­leyfi frá embætti for­stjóra Fang­els­is­mála­stofn­un­ar frá 1. októ­ber og taka að sér störf á veg­um há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins til ára­móta.

Mun hann svo gegna embætti fram­kvæmda­stjóra Mennta­sjóðs náms­manna frá ára­mót­um til 30. júní á næsta ári, meðan á náms­leyfi Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, stend­ur.

Hlakka til þess að tak­ast á við ný verk­efni“

„Ég er bú­inn að vera í þessu embætti í 17 ár og kunnað mjög vel við mig og mér bauðst núna tæki­færi til þess að taka þátt í tíma­bundnu verk­efni und­ir ráðuneyti Áslaug­ar Örnu og henn­ar fólks. Ég hef unnið áður und­ir henn­ar stjórn og það er ekki leiðin­legt,“ seg­ir fang­els­is­mála­stjór­inn og bæt­ir við.

„Þetta er mála­flokk­ur sem að er nýr fyr­ir mér og ég held að það sé mik­il­vægt fyr­ir alla að breyta til og kynn­ast öðrum vett­vangi. Þegar að svona spenn­andi tæki­færi gefst þá væri í mín­um huga ekki klókt að taka því ekki. Þetta er til eins árs og ég kem þarna inn að hluta til í stað mjög reynslu­mik­ils for­stöðumanns og ég geri mér grein fyr­ir að það verði snúið en ég hlakka til þess að tak­ast á við ný verk­efni.“

Gildi sömu lög­mál

Páll hef­ur að eig­in sögn starfað í rétt­ar­vörslu­kerf­inu með ein­um eða öðrum hætti í þrjá­tíu ár. Vann hann sem lög­reglumaður sam­hliða laga­námi áður en að hann starfaði svo sem lög­fræðing­ur hjá Fang­els­is­mála­stofn­un frá 2001-2005, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands lög­reglu­manna 2005-2007 og aðstoðarrík­is­lög­reglu­stjóri 2007.

„Ég er bú­inn að vera í þessu í mjög lang­an tíma en ég held að það gildi al­veg sömu eðlis­lög­mál í þessu eins og í öðrum op­in­ber­um rekstri. Það þarf að fara vel með op­in­bert fé og há­marka allt það sem hægt er að fá út úr rík­is­rekstri,“ seg­ir Páll.

Sérðu fyr­ir þér að snúa aft­ur að ári liðnu?

„Ég hef bara ekki velt því neitt fyr­ir mér. Ég ætla að ein­beita mér að þessu. Þetta embætti sem ég gegni, ég get komið hingað aft­ur eft­ir ár og ég met stöðuna þegar nær dreg­ur en ég geri frek­ar ráð fyr­ir því.“

Hót­an­ir hluti af vinnu­um­hverf­inu

Eins og greint hef­ur verið frá sat vara­rík­is­sak­sókn­ari, Helgi Magnús Gunn­ars­son, und­ir hót­un­um manns sem átti sér langa af­brota­sögu árum sam­an. Aðspurður seg­ir Páll að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðun hans að sjá ann­an hátt­sett­an mann inn­an rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins verða fyr­ir hót­un­um.

„Ég kann­ast við það sem Helgi Magnús lýs­ir án þess að ég vilji kannski fara efn­is­lega yfir það að öðru leyti en að þetta er hluti af því vinnu­um­hverfi sem fólk í þess­um geira, hvort sem það eru yf­ir­menn eða al­menn­ir starfs­menn, þurfa að lifa við.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert