Mynd: Sigmundur umkringdur Pírötum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Óttar

Þing var sett að nýju í dag sem þýðir að alþing­is­menn lands­ins eru tekn­ir aft­ur til starfa eft­ir sum­ar­leyfi.

Við þing­setn­ingu er dregið um nýja sæta­skip­an og virðist sem fáir hafi verið ánægðari með sitt hlut­skipti en Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins.

Á mynd sem Sig­mund­ur hef­ur birt má sjá að formaður­inn mun í vet­ur sitja þétt við hlið þeirra Björns Levís Gunn­ars­son­ar, Arn­dís­ar Önnu K. Gunn­ars­dótt­ur og Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, en öll eru þau þing­menn Pírata.

Lengi áhugamaður um pírata

Spurður í sam­tali við mbl.is hvernig þing­vet­ur­inn legg­ist í hann með nýj­um sessu­naut­um seg­ir Sig­mund­ur að hann hafi lengi verið áhugamaður um pírata og að nú gef­ist hon­um tæki­færi á að rann­saka eðli þeirra og þróun í ná­lægð. 

„Ég verð sátt­ur ef ég næ að hafa áhrif á einn eða tvo en þetta verður ör­ugg­lega tog­streita því þeir ætla það sama með mig,“ seg­ir Sig­mund­ur létt­ur í bragði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka