Nokkur hundruð manns mótmæltu á Austurvelli

Mótmælin voru á vegum Alþýðusam­bands Íslands, BSRB og Kenn­ara­sam­bands Íslands.
Mótmælin voru á vegum Alþýðusam­bands Íslands, BSRB og Kenn­ara­sam­bands Íslands. mbl.is/Karítas

Hópur fólks kom saman á Austurvelli í dag á meðan framhald á þingsetningu Alþingis stóð yfir til að mótmæla skeyt­ing­ar­leysi stjórn­valda gagn­vart hárri verðbólgu og vöxt­um.

Mótmælin voru á vegum Alþýðusam­bands Íslands, BSRB og Kenn­ara­sam­bands Íslands.

Ástandið bitni verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna

„Þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft alvarlegar afleiðingar á fjölda heimila landsins vegna síhækkandi verðs á nauðsynjavörum og húsnæðiskostnaðar. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð,“ segir í tilkynningu sem Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ sendu frá sér fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert