Brynjar Níelsson segir af sér varaþingmennsku

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Brynj­ar Ní­els­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur sagt af sér varaþing­mennsku fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður. 

Þetta til­kynnti Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, við upp­haf þing­fund­ar rétt í þessu. 

„For­seti vill til­kynna að borist hef­ur bréf frá fyrsta varaþing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norður, Brynj­ari Ní­els­syni, dag­sett 18. sept­em­ber síðastliðinn þess efn­is að hann segi af sér varaþing­mennsku fyr­ir flokk­inn,“ sagði Birg­ir. 

Fyrsti varaþingmaður flokks­ins í kjör­dæm­inu verður því Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka