Viðbúnaður vegna tilkynningar um hvítabjörn

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/RAX

Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan á Vestfjörðum tilkynningu um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

„Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu.

Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar,“ segir í tilkynningunni. 

Höfðaströnd í Jökulfjörðum um síðustu mánaðamót. Bærinn Höfði, sem hér …
Höfðaströnd í Jökulfjörðum um síðustu mánaðamót. Bærinn Höfði, sem hér má sjá, er austanmegin á Höfðaströnd. mbl.is/Þorsteinn
Á Höfðaströnd í Jökulfjörðum eru nokkur sumarhús sem afkomendur ábúenda …
Á Höfðaströnd í Jökulfjörðum eru nokkur sumarhús sem afkomendur ábúenda eiga og hafa gert upp. Ekki er búið þar allt árið um kring. Hér er horft niður að jörðinni Höfðaströnd. mbl.is/Þorsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert