Reykjavík of leiðinleg fyrir gangandi vegfarendur

Björn segir ekki ýkja spennandi að vera gangandi vegfarandi í …
Björn segir ekki ýkja spennandi að vera gangandi vegfarandi í borg sem forgangsraði bílum. mbl.is/sisi

„Einn gallinn fyrir gangandi vegfarendur er hvað umhverfið í Reykjavík er leiðinlegt.“

Þetta sagði Björn Teitsson borgarfræðingur en hann talaði máli gangandi vegfarenda á Umferðarþingi Samgöngustofu í samvinnu við ríkissáttasemjara í dag.

„Það er auðvitað gríðarlega mikið í því fólgið að geta gengið,“ segir Björn sem bendir á að gangur sé jú fyrsti og elsti ferðamáti mannkyns.

Umferðarþing var haldið í Gamla bíó í dag.
Umferðarþing var haldið í Gamla bíó í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er fullt af fólki sem labbar í Skeifunni“

Hann segir það stóran galla við Reykjavík að hún sé ekki hönnuð fyrir gangandi vegfarendur heldur setji ávallt bíla í forgang.

Nefnir Björn sem dæmi að staðsetningar margra stærri verslana séu ekki þannig að auðvelt sé að komast þangað fótgangandi. Til dæmis séu 700 metrar í næstu verslun frá nýjasta útibúi Bónus í Garðabæ, en taki 32 mínútur að ganga.

„Allt umhverfið í kring er hannað undir bíla og það er gríðarlega letjandi fyrir þau sem vilja helst ganga.“

Sömuleiðis nefnir hann Skeifuna sem hann segir nánast alfarið hannaða fyrir bíla sem séu fyrir gangandi vegfarendur og geri þeim erfitt fyrir.

„Það er fullt af fólki sem labbar í Skeifunni og þið bara takið ekki eftir því í bílunum ykkar.“

Björn segir Skeifuna hannaða fyrir bíla.
Björn segir Skeifuna hannaða fyrir bíla. Ljósmynd/Styrmir Kári

Hvetjum fólk til að vera inni – ekki bíla

Forgangsröðun bíla er afar áberandi í borginni að sögn Björns og nefnir hann sem dæmi að bílar leggi oft upp á gangstétt í vegi fyrir gangandi umferð, þá sérstaklega fólk sem er t.d. með barnavagna.

70 prósent örplasts komi úr dekkjum á bílum og mengi umhverfið okkar daglega og svifryksmengun sé stanslaust að aukast vegna þungrar mengunar.

„Svo þegar það er aukið svifryk á blíðviðrisdögum þá hvetjum við börn og veikt fólk til að vera inni – ekki bílana.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert