„Að kalla okkur gyðingahatara er náttúrulega bara áróður“

„Við höfum heyrt þetta alveg síðan í upphafi – sem er algjört bull,“ segir Qussay Odeh spurður um meinta gyðingaandúð Palestínumanna og gagnrýnenda Ísraels og síonismans.

Qussay var gestur Dagmála í gær en hann er Palestínumaður, fæddur í Jerúsalem og hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1999.

„Jerúsalem er borg allra. Palestínumenn eru múslímar, kristnir og gyðingar,“ segir Qussay og nefnir að nágranni hans heima í Palestínu sé palestínskur gyðingur. Sjálfur sé hann uppalinn af trúleysingjum.

Qussay kveðst fyrst hafa heyrt hugtakið gyðingahatur eftir að hann …
Qussay kveðst fyrst hafa heyrt hugtakið gyðingahatur eftir að hann flutti til Íslands. mbl.is/Hallur Már

Margir baráttumenn gegn síonisma sjálfir gyðingar

Hann segir erjurnar að engu snúast um trú. Þær snúi að hernámi og landtöku Ísraels í Palestínu. Hann spyr hvernig það geti verið að um sé að ræða gyðingaandúð þegar margir þeirra sem berjist gegn síonisma og hernáminu séu sjálfir gyðingar.

„Að kalla okkur gyðingahatara er náttúrulega bara áróður eins og svo margt annað hjá þeim,“ segir Qussay.

Hann kveðst fyrst sjálfur ekki hafa heyrt hugtakið gyðingahatur fyrr en hann kom til Íslands. Vissulega sé viss orðræða viðhöfð í Ísrael og Palestínu enda umtali Ísraelar sjálfa sig fyrst og fremst sem gyðinga þar og segi Guð hafa gefið sér landið sökum þess.

Qussay segir erfitt að vingast við kúgara sína.
Qussay segir erfitt að vingast við kúgara sína. AFP

Erfitt að vera vinur kúgarans

Spurður hversu fýsilegt sé fyrir Palestínumenn og Ísraela að eiga samtöl og samskipti í dag segist Qussay vissulega eiga erfitt með að ímynda sér vináttu þar á milli eins og málin standa í dag, en að auðvitað hafi hann átt í samskiptum við Ísraelsmenn á lífsleiðinni enda hafi hann alist upp við hlið þeirra og unnið með þeim á veitingahúsum í seinni tíð.

„Við erum öll bara mannfólk. Ísraelsmenn eru fólk líka,“ segir Qussay.

„En ég hef aldrei átt vini og ég held að ég muni ekki heldur eiga vini [frá Ísrael] því það er mjög erfitt að vera vinur kúgarans.“

Nefnir hann þar dæmi um dreng sem hann spilaði fótbolta við sem barn og hitti síðar á fullorðinsárunum þar sem ísraelskur jafnaldri hans var orðinn hermaður og stöðvaði hann á eftirlitsstöð og leitaði á honum.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á viðtalið í heild sinni hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert