Neitar ekki viðræðum við Miðflokkinn

Arnar Þór mun greina frá ákvörðun sinni á þriðjudag.
Arnar Þór mun greina frá ákvörðun sinni á þriðjudag. mbl.is/Eyþór Árnason

Arn­ar Þór Jóns­son, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur verið í viðræðum við til­tek­inn stjórn­mála­flokk. Skyldu viðræðurn­ar ekki leiða til sam­komu­lags mun Arn­ar Þór stofna nýj­an stjórn­mála­flokk. Hann hef­ur ekki tekið ákvörðun en mun til­kynna ákvörðun á mánu­dags­kvöld eða þriðju­dag.

„Ég er ekki bú­inn að taka ákvörðun um hvora leiðina ég fer, hvort það verður stofnaður nýr flokk­ur eða ég geng til liðs við flokk sem er þegar til staðar,“ seg­ir Arn­ar Þór í sam­tali við mbl.is.

Er blaðamaður spurði Arn­ar Þór hvort hann væri í viðræðum við Miðflokk­inn neitaði hann því ekki.

„Við þurf­um end­ur­nýj­un á Alþingi

Arn­ar Þór seg­ist hafa verið í viðræðum við stjórn­mála­flokk­inn um mál­efna­grunn. Þá hef­ur sæti á lista í næstu Alþing­is­kosn­ing­um verið rætt, en að sögn Arn­ars Þórs er það ekki aðal­atriði viðræðnanna. Aðspurður seg­ist hann þó vilja fara á þing.

„Við þurf­um end­ur­nýj­un á Alþingi. Við þurf­um fólk sem að er ekki að fara í þetta sem ein­hvers­kon­ar at­vinnupóli­tík. Við þurf­um fólk sem hef­ur reynslu úr at­vinnu­líf­inu og vill leggja sig fram fyr­ir Ísland,“ seg­ir Arn­ar Þór. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert