Vaxtahækkun og breytt framboð íbúðalána

Höfuðstöðvar Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­bank­inn breyt­ir í dag vöxt­um á inn- og út­lán­um og þá taka jafn­framt í gildi breyt­ing­ar á fram­boði verðtryggðra íbúðalána.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um en þar seg­ir að breyti­leg­ir vext­ir á verðtryggðum inn­láns­reikn­ing­um hækki um 0,25 pró­sentu­stig og vext­ir á gjald­eyr­is­reikn­ing­um muni taka breyt­ing­um með hliðsjón af vaxta­stigi viðkom­andi mynt­ar.

Hvað varðar út­lánsvexti þá lækka fast­ir vext­ir á nýj­um óverðtryggðum íbúðalán­um til 36 og og 60 mánaða um 0,20 pró­sentu­stig og fast­ir vext­ir á óverðtryggðum út­lán­um vegna bíla- og tækja­fjár­mögn­un­ar lækka um 0,20 pró­sentu­stig.

Breyti­leg­ir vext­ir verðtryggðra íbúðalána hækka um 0,25 pró­sentu­stig. Fast­ir vext­ir á nýj­um verðtryggðum íbúðalán­um til 60 mánaða hækka um 0,50 pró­sentu­stig og kjör­vext­ir á verðtryggðum út­lán­um hækka um 0,50 pró­sentu­stig.

Breytt fram­boð verðtryggðra íbúðalána

Sam­hliða þess­um vaxta­breyt­ing­um taka gildi breyt­ing­ar á fram­boði verðtryggðra íbúðalána og verða verðtryggð íbúðalán með jöfn­um greiðslum nú ein­göngu í boði fyr­ir fyrstu kaup­end­ur.

Tekið er fram að engar breyt­ing­ar verði á fram­boði verðtryggðra lána með jöfn­um af­borg­un­um.

Há­marks­láns­tími nýrra verðtryggðra íbúðalána er áfram 30 ár og há­marks­láns­tími nýrra óverðtryggðra íbúðalána er áfram 40 ár. Há­marks­veðhlut­föll nýrra íbúðalána hald­ast óbreytt.

„Breyt­ing­ar á vöxt­um á lán­um sem falla und­ir lög um neyt­endalán eða lög um fast­eignalán til neyt­enda taka þó gildi í sam­ræmi við til­kynn­ing­ar þar að lút­andi sem send­ar verða viðskipta­vin­um í net­banka,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka