26 ferðir til útlanda á þessu kjörtímabili

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

Dag­ur B. Eggerts­son fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri fór 26 sinn­um til út­landa í embættiser­ind­um á síðastliðnum tveim­ur árum. Ferðirn­ar tóku 90 daga og hef­ur Dag­ur því dvalið í tæpa þrjá mánuði í út­lönd­um af þeim 29 mánuðum sem liðnir eru af kjör­tíma­bil­inu.

Þetta kem­ur fram í svari Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Nýtti sér einn or­lofs­dag

Tíðni ferða borg­ar­stjór­ans jókst veru­lega eft­ir mynd­un nýs meiri­hluta sum­arið 2022, en á fyrra kjör­tíma­bili fór hann 13 sinn­um út og 26 sinn­um á því rúma hálfa kjör­tíma­bili sem liðið er.

Í tengsl­um við þess­ar ferðir tók Dag­ur út einn föstu­dag í or­lof í fe­brú­ar 2020. Þris­var fram­lengdi hann eða hóf ferð með því að bæta við dvöl ein­um eða tveim­ur dög­um sem féllu á helg­ar­frí. Í þeim til­vik­um greiddi hann sjálf­ur þann hluta ferðar­inn­ar.

Gjald­færður kostnaður vegna 26 ferða á tíma­bil­inu júní 2022 til dags­ins í dag er 5.661.248 kr. Gjald­færður kostnaður vegna 13 ferða á tíma­bil­inu júní 2018 til maí 2022 er 3.054.830 kr. Dag­pen­ing­ar vegna 26 ferða frá júní 2022 til dags­ins í dag eru 1.640.536 kr. Dag­pen­ing­ar vegna 13 ferða frá júní 2018 til maí 2022 voru 1.009.559 kr. Sam­tals er þessi ferðakostnaður 11.366.173 krón­ur.

Fór til 25 landa í 39 ferðum

Þegar tekn­ar eru sam­an ferðirn­ar fyr­ir bæði kjör­tíma­bil­in heim­sótti borg­ar­stjór­inn 25 lönd í 39 ferðum.

Í svar­inu kem­ur fram að erfitt hafi verið að finna út ná­kvæm­an daga­fjölda, en gróft talið séu þetta 90 dag­ar frá 2022 til dags­ins í dag og 55 dag­ar 2018 til 2022. Tekið er fram í svari borg­ar­inn­ar um sam­an­b­urð á ferðum milli kjör­tíma­bila „að hafa beri í huga“ að covid var á fyrra kjör­tíma­bil­inu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka