Drög að ályktun: VG sprengi ríkisstjórn

Formenn ríkisstjórnarflokkanna.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagt hef­ur verið til að Lands­fund­ur Vinstri grænna álykti að tíma­bært sé að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Vinstri grænna, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar.

Þetta kem­ur fram í drög­um að álykt­un­um frá mál­efna­hóp­um og fé­lög­um til umræðu og af­greiðslu á lands­fundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs.

Lands­fund­ur VG fer fram helg­ina 4.-6. októ­ber.

„Lands­fund­ur Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, hald­inn í Reykja­vík 4. til 6. októ­ber 2024 álykt­ar að tíma­bært sé að horfa til þess að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn­ar­flokk. Rík­is­stjórn­in var upp­haf­lega mynduð árið 2017 í kjöl­far óvæntra kosn­inga og í skugga póli­tísks óróa. Þannig komst á festa í stjórn­mál­um und­ir for­ystu Vinstri grænna og hef­ur hreyf­ing­in náð fram afar mik­il­væg­um mál­um,“ seg­ir í drög­um að álykt­un­inni sem held­ur áfram:

„Má þar nefna nýja þung­un­ar­rofs­lög­gjöf, end­ur­skoðun ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, efl­ing heilsu­gæslu, bætta rétt­ar­stöðu brotaþola kyn­ferðisof­beld­is, lög um kyn­rænt sjálfræði, gjald­frjáls­ar skóla­máltíðir,höml­ur á jarðasöfn­un, leng­ing fæðing­ar­or­lofs, friðlýs­ing­ar á nátt­úruperl­um og þrepa­skipt skatt­kerfi. Und­ir for­ystu Vinstri grænna var einnig brugðist við COVID-far­ald­ur­inn af ábyrgð, sem reynd­ist mikið gæfu­spor fyr­ir þjóðina. Nú eru hins veg­ar önn­ur brýn verk­efni fram und­an og það er mat lands­fund­ar að ekki sé unnt að tak­ast á við þau í nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starfi.“

Álykt­un­ar­drög­in bera fram nokkr­ir flokks­fé­lag­ar í VG, þau Andrés Skúla­son, Auður Al­fífa Ket­ils­dótt­ir, Ein­ar Ólafs­son, Guðrún Mar­grét Guðmunds­dótt­ir, Halla Gunn­ars­dótt­ir, Helgi Hlyn­ur Ásgríms­son, Saga Kjart­ans­dótt­ir, Stein­unn Rögn­valds­dótt­ir og Sveinn Máni Jó­hann­es­son.

Svandís ein í for­manns­fram­boði

Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra ætl­ar að bjóða sig fram til for­manns og hef­ur eng­inn ann­ar til­kynnt um fram­boð að svo stöddu. 

Haft er eft­ir Svandís í frétt RÚV að hún vilji flýta alþing­is­kosn­ing­um þannig að kosið verði í vor, en ekki næsta haust líkt og stend­ur til.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra og starf­andi formaður flokks­ins, sagði á mánu­dag að hann hygðist ekki gefa kost á sér til for­manns. Hann ætlaði hins veg­ar að styðja Svandísi, en bjóða sig sjálf­ur fram til vara­for­manns.

Jó­dís Skúla­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, hef­ur einnig gefið kost á sér í embætti vara­for­manns.

Svandís seg­ir skrýtið ef sam­starfið yrði ekki rætt

Í sam­tali við mbl.is í dag var Svandís spurð um orðróm þess efn­is að til­lag­an um stjórn­arslit – sem nú hef­ur form­lega litið dags­ins ljós – yrði lögð fram. Þá sagði hún:

„Ég held að það væri mjög skrýtið annað en að við mynd­um ræða okk­ar sam­starf í rík­is­stjórn og ann­ars staðar þar sem við erum í sam­starfi. Það er alltaf ákveðin áskor­un með flokka og stjórn­mála­hreyf­ing­ar sem hafa skýra sýn að deila sín­um mark­miðum með fólki sem er kannski allt ann­arr­ar skoðunar,“ sagði Svandís og bætti við:

„Þegar við erum á þeim tíma­mót­um að vilja horfa inn á við og vilja horfa í ræt­urn­ar þá hlýt­ur þetta að vera á dag­skrá og þetta er al­veg ör­ugg­lega eitt af því sem við vilj­um ræða,“ bæt­ir hún við.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert