Jón í Viðreisn: „Ég er mikill anarkisti og frjálshyggjumaður“

„Ég hef alltaf verið póli­tísk­ur. Í for­seta­kosn­inga­bar­átt­unni fann ég hvað mér finnst þetta rosa­lega skemmti­legt. Því fór ég að skoða mögu­leika á því að fara á þing,“ seg­ir Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi og borg­ar­stjóri í Reykja­vík. Hann hyggst bjóða sig fram til alþing­is­kosn­inga fyr­ir hönd Viðreisn­ar á næsta kjör­tíma­bili.

Hann seg­ir að Viðreisn hafi orðið fyr­ir val­inu eft­ir kosn­inga­próf sem hann tók á net­inu.

„Ég tók eitt­hvað kosn­inga­próf á net­inu sem heit­ir Átta­vit­inn fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Það var nokkuð ít­ar­legt þar sem maður svar­ar 40 spurn­ing­um. Þar kom ég út sem Viðreisn­ar­maður upp á 70%,“ seg­ir Jón sposk­ur.

Hann seg­ist eiga marga vini og kunn­ingja í flokkn­um og ræddi við þá áður en hann tók ákvörðun.

„Ég skoðaði þetta og ég fann að ég er mjög til­bú­inn í þetta. Þetta er eitt­hvað sem mig lang­ar til að gera og ég held að ég eigi mikið er­indi og tel mig koma mik­il­væg­um hlut­um áleiðis sem mér finnst mik­il­væg­ir,“ seg­ir Jón.

Lang­ar í mennta­málaráðherra­stól­inn

Spurður seg­ist Jón vilja beita sér fyr­ir frelsi og að skóla­kerfið sé hon­um hug­leikið.

„Ég vil vinna að frelsi ein­stak­linga til að velja og hafna. Þetta á við um margt eins og t.d. skóla­kerfið sem er ná­tengt lífs­ham­ingju og líðan ungs fólks í dag. Ég hef talað um mína per­sónu­legu reynslu af skóla­kerf­inu og mér finnst að það þurfi að opna kerfið þannig að það bjóðist fleiri mögu­leik­ar en að falla inn í ákveðið hólf,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir því að embætti mennta­málaráðherra væri hans helsti draum­ur á þingi en einnig að hafa áhrif á mennta­kerfið sem Íslend­ing­ar eru að þróa.

„Mér finnst mjög víða mega opna og liðka fyr­ir ann­ars kon­ar hegðun en sú sem telst sú eina og rétta í skóla­stof­unni,“ ít­rek­ar Jón.

Nei­kvæðar af­leiðing­ar af ákveðinni hug­mynda­fræði

Hann seg­ist helst horfa til grunn­skóla­stigs­ins í þessu sam­hengi sem og fram­halds­skóla­stigs­ins að ein­hverju leyti.

„Við sjá­um mjög nei­kvæðar af­leiðing­ar af ákveðinni hug­mynda­fræði. Nem­end­um í alls kyns iðnnámi hef­ur fækkað, sem er synd. Svo er brott­fall krakka úr fram­halds­skóla allt of mikið,“ seg­ir Jón

Hann seg­ir að reynsla sem hann varð fyr­ir á tíma sín­um þegar hann var að leika í Leik­fé­lagi Norður­lands hafi haft mik­il áhrif á sig. Þá báðu kenn­ar­ar í VMA hann um að koma og ræða hvernig hægt væri að sporna gegn brott­falli nem­enda, sér­stak­lega í ljósi þess að hann var sjálf­ur með brotna skóla­göngu.

„Þetta snerti mig mjög djúpt og var löngu áður en ég var bú­inn að til­kynna for­setafram­boð.“

Deil­ir ekki hug­sjón­um Sam­fylk­ing­ar

Jón hef­ur áður verið á lista fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar. Þá var hann í heiðurs­sæti á lista Sam­fylk­ing­ar ásamt Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur. En hann seg­ir hug­mynda­fræði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ekki eiga við sig.

„Ég er mik­ill an­arkisti og frjáls­hyggjumaður og legg mjög mikið upp úr frelsi ein­stak­linga yfir sínu per­sónu­lega lífi og þess­ari grund­vall­ar­hug­mynda­fræði að fólk eigi að njóta frels­is svo lengi sem það rýr­ir ekki frelsi annarra. Og að per­sónu­legt frelsi okk­ar komi ekki rík­is­vald­inu við nema að upp­fyllt­um ákveðnum skil­yrðum. Það aðgrein­ir mig frá sósí­al­demó­kröt­um,“ seg­ir Jón.

Til­bú­inn í leiðind­in

Nú hef­ur þú sagt að þér hafi leiðst margt þegar þú sast í borg­ar­stjóra­stóln­um. Hvernig held­urðu að þú bregðist við leiðind­um inni á þingi?

„Leiðindi eru bara leiðindi. Ég set þau ekki fyr­ir mig þó að sumt geti verið lang­dregið og erfitt. Margt verður leiðin­legt en annað ekki.“

Hann seg­ir einnig aðstæður breytt­ar í sínu lífi sam­an­borið við það þegar hann hætti sem borg­ar­stjóri. Þá hafi ým­is­legt skap­andi beðið sem hann fann að hann þyrfti að sinna. Bæði skrift­ir og leik­list. Hon­um finn­ist hann bú­inn að sinna því í bili í það minnsta.

Ald­ur og þroski

„Ég stefni að því að vinna sem þingmaður að aðal­starfi og vinna í ein­hverju skap­andi til hliðar. En ég er svo­lítið að segja skilið við skap­andi geir­ann. En svo er þetta líka ald­ur og þroski. Mér finnst tíma­setn­ing­in góð og mér finnst ákveðin upp­lausn í póli­tík­inni og þar er um­hleyp­inga­samt. Fylgið er að taka breyt­ing­um á milli flokka. Því finnst mér þetta spenn­andi. Ég hlakka til að tak­ast á við þetta,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir að hann hafi fengið masters­nám í stjórn­sýslu, að hafa verið borg­ar­stjóri. Hann búi að því ef hann hlýt­ur braut­gengi á þingi.

„Ég var bú­inn að lofa ís­birni í hús­dýrag­arðinn en það fyrsta sem ég gerði þegar ég sett­ist í stól­inn var að hamra sam­an fjár­hags­áætl­un fyr­ir borg sem lent hafði í fjár­hags­hruni,“ seg­ir Jón Gn­arr og hlær en seg­ir það jafn­framt dæmi um lær­dóm­inn af starfi borg­ar­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert