Kristín kjörin nýr umboðsmaður Alþingis

Kristín er nýr umboðsmaður Alþingis.
Kristín er nýr umboðsmaður Alþingis. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi

Alþingi hefur kjörið Kristínu Benediktsdóttur sem nýjan umboðsmann Alþingis til næstu fjögurra ára.

Kristín var kjörin með 38 atkvæðum þingmanna. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Skúli Magnússon, sem hefur starfað sem umboðsmaður Alþingis frá árinu 2021, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt frá og með 1. október næstkomandi.

Fjórir einstaklingar gáfu kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis. Það eru: Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður.

Forsætisnefnd Alþingis auglýsti í júlí að hún myndi fyrir lok septembermánaðar gera tillögu til Alþingis um einstakling til að gegna embætti umboðsmanns Alþingis.

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert