Milljarða tekjutap af tveggja ára töf

Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá.
Gefið hefur verði út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Tölvumynd/Landsvirkjun

„Þetta er tvíþætt, ann­ars veg­ar aðilar sem eru starf­andi hér í dag eins og ál­ver­in og fleiri sem bundu von­ir við að geta keypt meiri orku og hins veg­ar er þó nokkuð af fyr­ir­tækj­um sem hafa haft áhuga á viðræðum sem hef­ur ekki verið hægt að sinna.“

Þetta seg­ir Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður um hvort þess væru mörg dæmi að ekki hefði verið unnt að verða við ósk­um fyr­ir­tækja um raf­orku­kaup sök­um ónógs orku­fram­boðs.

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, vakti at­hygli á því í Morg­un­blaðinu í gær að fyr­ir­tæki víða um land liðu fyr­ir orku­skort. Orkuþörf í sam­fé­lag­inu færi jafn­framt vax­andi.

Hörður seg­ir það að hafa ekki getað orðið við ósk­um starf­andi fyr­ir­tækja hér á landi um meiri raf­orku­kaup hafa valdið þeim tals­verðu óhagræði.

Tjón sam­fé­lags­ins meira

Áhersl­ur Lands­virkj­un­ar sagði hann fyrst og fremst þær að styðja við vöxt á al­menna markaðinum og væri það í for­gangi. Einnig að styðja við fjöl­breytt­an iðnað, eins og gagna­ver sem stunda ekki námugröft og mat­væla­vinnslu o.fl. en ekki hefði verið hægt að verða við ósk­um fyr­ir­tækja í þeim grein­um um orku. Þá hefði ekki verið unnt að verða við ósk­um stóriðju sama efn­is.

Spurður um af hve mikl­um tekj­um Lands­virkj­un hefði orðið vegna þess að ekki hefði verið hægt að verða við ósk­um fyr­ir­tækja um meiri orku seg­ir Hörður að erfitt sé að leggja mat á það.

„Við höf­um bent á í mörg ár að auka þyrfti orku­fram­boð. Það sem er að ger­ast er að al­menni markaður­inn er að vaxa um tíu til fimmtán mega­vött á ári og bara það að tryggja hon­um orku þreng­ir að öll­um öðrum. Við vilj­um að orku­fram­boðið styðji við hag­vöxt, enda er stuðning­ur við það í sam­fé­lag­inu. Það að hafa ekki kom­ist af stað með Hvamms­virkj­un fyr­ir tveim­ur árum, þegar virkj­un­ar­leyfið var fellt úr gildi, veld­ur okk­ur mikl­um vand­ræðum og tjóni í dag. Ég held að af­leidda tjónið fyr­ir sam­fé­lagið sé þó miklu meira en tjón Lands­virkj­un­ar,“ seg­ir Hörður.

Spurður af hve mikl­um tekj­um Lands­virkj­un verði vegna tveggja ára tafa á Hvamms­virkj­un seg­ir Hörður þær mikl­ar.

„Þetta eru fjór­ir til fimm millj­arðar á ári,“ seg­ir Hörður, þannig að tveggja ára töf á gang­setn­ingu virkj­un­ar­inn­ar veld­ur átta til tíu millj­arða króna tekjutapi fyr­ir Lands­virkj­un á tveim­ur árum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka