Rannsókn í byrlunar- og símamáli felld niður

Blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson,Þóra Arn­órs­dóttiur og Þórður Snær …
Blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson, Arnar Þór Ingólfsson,Þóra Arn­órs­dóttiur og Þórður Snær Júlí­us­son voru á meðal þeirra sem höfðu réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins, sem nú hefur verið felld niður. Samsett mynd

Embætti lög­reglu­stjór­ans á Norður­landi eystra hef­ur tekið ákvörðun um að hætta rann­sókn í máli er varðar meinta byrlun, af­rit­un á upp­lýs­ing­um af síma ein­stak­lings og dreif­ingu á kyn­ferðis­legu mynd­efni. Brotið var til­kynnt lög­reglu í maí­mánuði 2021.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Norður­landi eystra á Face­book en þar seg­ir að við rann­sókn­ina hafi sjö ein­stak­ling­ar fengið rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Sak­ar­efnið var þrenns­kon­ar og beind­ust all­ir þætt­ir að ein­um sak­born­ingi en einn þátt­ur að öðrum sak­born­ing­um.

  1. Lík­ams­árás, byrlun, 217. gr. eða 218. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga. Einn aðili var und­ir rök­studd­um grun um að hafa byrlað brotaþola lyf. Eng­in gögn í mál­inu gáfu lög­reglu til­efni til að gruna aðra sak­born­inga um að hafa átt þátt í að byrla brotaþola.
  2. Brot á 199. gr. a. al­mennra hegn­ing­ar­laga. Í mál­inu ligg­ur fyr­ir að sak­born­ing­ur sem náði síma af brotaþola kveðst hafa af­hent fjöl­miðli sím­ann þar sem sím­inn var af­ritaður. Sak­born­ing­ur vissi þá að í sím­an­um var kyn­ferðis­efni sem ólög­mætt er að dreifa nema með samþykki. Sannað er að sak­born­ing­ur sendi sjálf­um sér kyn­ferðis­legt mynd­efni úr síma brotaþola. Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um að þeir aðilar sem meðhöndluðu sím­ann og efni úr hon­um eft­ir að hann var af­hent­ur fjöl­miðlum hafi dreift þessu kyn­ferðis­lega mynd­efni.
  3. Brot gegn 228. gr. og 229. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga. Að því er varðar þenn­an kæru­lið beind­ist rann­sókn­in aðallega að því að upp­lýsa um hver hefði af­ritað inni­hald sím­ans sem feng­inn var með þeim hætti sem áður hef­ur verið lýst. Framb­urður sak­born­ings sem af­henti fjöl­miðlum sím­ann hef­ur verið stöðugur all­an tím­ann sem rann­sókn­in hef­ur staðið um að hann hafi af­hent fjöl­miðlum sím­ann og þar hafi sím­inn verið af­ritaður. Sak­born­ing­ur­inn hef­ur einnig verið stöðugur í framb­urði um að hafa upp­lýst þá sem tóku við sím­an­um hvernig sím­inn væri til kom­inn og hver ætti sím­ann. Í júlí síðastliðnum upp­lýsti sak­born­ing­ur um að hafa af­hent frétta­manni RÚV sím­ann í hús­næði RÚV í Reykja­vík. Sá hafi kallað til ann­an starfs­mann RÚV sem tók við sím­an­um og fór með hann til þriðja aðila sem hann gat ekki upp­lýst um hver hefði verið. Þess­ir starfs­menn RÚV hefðu verið með sím­ann í sól­ar­hring og sak­born­ing­ur hefði komið dag­inn eft­ir á RÚV og fengið sím­ann af­hent­an aft­ur.

Tókst ekki að sanna hver af­ritaði sím­ann

Í til­kynn­ingu lög­reglu seg­ir m.a., að það sé mat lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins á Norður­landi eystra að ekki hafi tek­ist að sanna hver af­ritaði sím­ann, hvernig og hver af­henti öðrum upp­lýs­ing­ar um einka­mál­efni brotaþola.

„Þeir sem birtu frétt­ir upp úr gögn­um sím­ans fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings auk þeirra sem sannað er að höfðu verið í sam­skipt­um við þann sak­born­ing sem af­henti sím­ann til fjöl­miðla. Sak­born­ing­ar sem störfuðu hjá fjöl­miðlum neituðu að tjá sig hjá lög­reglu og af­hentu lög­reglu eng­in gögn. Það er rétt­ur þeirra sem hafa fengið stöðu sak­born­ings. Lög­regla óskaði ekki eft­ir því við sak­born­inga að þeir upp­lýstu um heim­ild­ar­menn sína enda lá það fyr­ir frá upp­hafi rann­sókn­ar hver heim­ild­armaður­inn var í máli þessu,“ seg­ir lög­regl­an. 

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur fellt niður rannsókn á málinu. …
Lög­reglu­stjór­inn á Norður­landi eystra hef­ur fellt niður rann­sókn á mál­inu. Sjö ein­stak­ling­ar fengu rétt­ar­stöðu sak­born­ings. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka