Sanna borgarfulltrúi vill á þing

Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Sanna Magdalena Mörtudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef tekið áskorun félaga minna um að fara í framboð í næstu alþingiskosningum,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Sanna er í kosningastjórn sem hefur haldið utan um vinnu við undirbúning fyrir komandi alþingiskosningar.

Spurð hvernig valið verði á framboðslista segir Sanna að það hafi ekki verið ákveðið en það verði staðfest á félagsfundi eða aðalfundi og svo auglýst.

Húsnæðismálin eru í ólestri

Hún segir að það sé að fjölga í flokknum og margir hafi lýst áhuga á að taka sæti á lista. Þessi mál séu nú í vinnslu.

„Það er meira um það núna að fólk stígi fram og segist vera sósíalistar og sjái í því lausn á þeim vanda sem við búum við í dag.“

Sanna segist ætla að leggja áherslu á húsnæðismál, sem séu í miklum ólestri. Það sé grunnurinn að velferð hvort sem litið er til leigumarkaðar eða fyrstu kaupenda.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert