„Gert í andstöðu við forystumenn samstarfsflokkanna“

Jón Gunnarsson og Bjarkeyj Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Jón Gunnarsson og Bjarkeyj Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Eggert

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greinir frá því í færslu á facbook að á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins hafi Ísland sagt skilið við þann ríkjahóp sem staðið hefur saman að því að verja sjálfsákvörðunarrétt þjóða til sjálfbærrar nýtingar á náttúruauðlindum sínum.

Jón segir að þetta hafi verið gert að fyrirmælum matvælaráðherra í andstöðu við forystumenn samstarfsflokkanna í ríkisstjórn og sé tímamót í utanríkisstefnu Íslands.

„Ég hafði óskað eftir því, við matvælaráðherra, að fá aðgang að fundinum í gegnum sendinefnd okkar. Ég greiði sjálfur allan kostnað við ferðina en hún af kærleik sínum hafnaði beiðni minni. En alþjóðleg samtök um sjálfbæra nýtingu sem verið hafa á þessum fundi í áratugi voru mjög sátt við að þingmaðurinn fengi aðgang á þeirra vegum,“ segir Jón í færslu sinni á facebook.

Í sendinefndinni eru Kolbeinn Árnason formaður frá Matvælaráðuneyti, Þorvaður Atli Þórsson frá Utanríkisráðuneyti, Guðjón Már Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun, Kristján Loftsson og Sigursteinn Másson frá hagsmunaaðilum.

Á þessum fundi gerðist það helst markvert að Ísland sagði skilið við þann ríkjahóp sem staðið hefur saman að því að verja sjálfsákvörðunarrétt þjóða til sjálfbærrar nýtingar á náttúruauðlindum sínum. Það var gert að fyrirmælum matvælaráðherra í andstöðu við forystumenn samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Þetta eru á þessum vettvangi tímamót í utanríkisstefnu Íslands,“ segir Jón ennfremur í færslunni.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert