Skiljanlegt að finna til vanmáttar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Eyþór Árnason

Halla Tómasdóttir forseti Íslands segir eðlileg mannleg viðbrögð vera að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Hún segir það heilbrigðismerki um samkennd.

Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Halla ritar í blaðið í dag.

„Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali.“ skrifar Halla.

Sjálf segist Halla ekki hafa svörin en hún vilji leita þeirra og eiga samtal við þjóðina. Hún segir að að fyrir nokkrum vikum hafi góður hópur komið saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. 

Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar.

Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan,“ skrifar Halla.

Lesa má alla greina Höllu í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka