Skuldir ríkissjóðs aftur á uppleið

Hrein skuld ríkissjóðs er nú rúmlega 1.400 milljarðar króna.
Hrein skuld ríkissjóðs er nú rúmlega 1.400 milljarðar króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrein skuld rík­is­sjóðs hef­ur auk­ist um 169 millj­arða frá ára­mót­um, eða úr 1.245 í 1.414 millj­arða króna.

Björg­vin Sig­hvats­son, for­stöðumaður Lána­mála rík­is­ins, seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að þótt skuld­ir rík­is­sjóðs hafi hækkað að tölu­gildi hafi hag­vöxt­ur verið mik­ill síðustu ár. Það hafi aft­ur haldið aft­ur af skulda­hlut­föll­um rík­is­sjóðs sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu.

Fjallað er um þróun rík­is­skulda í Morg­un­blaðinu í dag. Óverðtryggðar skuld­ir hafa auk­ist úr 573 millj­örðum í 692 millj­arða í ár og verðtryggðar skuld­ir auk­ist úr 610 millj­örðum í 641 millj­arð. Miðað er við hrein­ar skuld­ir. Þá hafa er­lend­ar skuld­ir auk­ist úr 62 millj­örðum í 82 millj­arða á ár­inu. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert