Ránið í Elko: Lítill hluti þýfisins fundinn

Einn er í haldi lögreglunnar í tengslum við ránið í …
Einn er í haldi lögreglunnar í tengslum við ránið í Elko. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hefur náð að endurheimta lítinn hluta þeirra verðmæta sem stolið var úr verslunum Elko í Skeifunni og í Lindum í síðustu viku.

Þetta segir Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is en verðmæti þýfisins sem stolið var úr verslununum nemur tugum milljóna króna.

Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í síðustu viku, en þremur þeirra var síðan sleppt úr haldi. Fjórði maðurinn var hins vegar úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. október. Hinir tveir, sem einnig sitja í gæsluvarðhaldi, voru handteknir á Austfjörðum fyrir helgina og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 2. október.

„Það hefur tekist að finna lítinn hluta þýfisins en við gerum okkur auðvitað vonir um að finna meira en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigrún. Spurð hvort möguleiki sé að einhver hluti þýfisins sé kominn úr landi segir Sigrún:

„Við vitum það ekki en vonandi er svo ekki,“ segir Sigrún, sem vill ekki gefa það upp á þessari stundi hvar hluti þýfisins fannst.

Hún segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að yfirheyrslur séu enn í gangi en meðal þess sem er verið að skoða er hvort þjófnaðurinn tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert