Segist ósáttur við ákvörðun Svandísar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­urður Ingi Jó­hanns­son seg­ist ósátt­ur við þá ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur, þáver­andi mat­vælaráðherra, að banna hval­veiðar. Ákvörðunin kom hon­um í opna skjöldu.

    Þetta kem­ur fram í nýju viðtali við Sig­urð Inga í Spurs­mál­um. Í þess­ari viku stefn­ir allt í að Svandís Svavars­dótt­ir verði kjör­in formaður VG og taki við því hlut­verki af Guðmundi Inga Guðbrands­syni. Með þeim vista­skipt­um verður Svandís form­lega einn af leiðtog­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ásamt Sig­urði Inga og Bjarna Bene­dikts­syni.

    Orðaskipt­in um hval­veiðarn­ar má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en einnig eru þau rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Tjáð sig hik­laust gegn ákvörðun­inni

    Ert þú fylli­lega sátt­ur við að þetta mál hafi farið í þenn­an far­veg, hafi svipt þetta fyr­ir­tæki mögu­leik­an­um að sinna sinni út­gerð og það er yf­ir­vof­andi yfir rík­inu skaðabótakrafa sem gæti hlaupið á millj­örðum króna?

    „Nei, ég er ósátt­ur og hef al­veg hik­laust tjáð mig með þeim hætti al­veg frá upp­hafi. Í stjórn­arsátt­mál­an­um er ekki staf­ur um hval­veiðar, hvorki að þeim skuli við haldið eða að þeim skuli hætt og það er eitt af þeim mál­um sem við ein­fald­lega sögðum: lát­um liggja. Þess vegna kom mér ákvörðunin á sín­um tíma á óvart og var ekki sátt­ur við hana og hef al­veg lýst þeirri skoðun minni.“

    Held­ur þú að fyr­ir­tækið eigi rétt á bót­um gagn­vart rík­inu vegna þess­ar­ar fram­göngu?

    Ætlar ekki að setj­ast í dóm­ara­sæti

    „Ég ætla ekki að setj­ast í það dóm­ara­sæti. Það þurfa aðrir að gera það með lög­mæt­um hætti. Ég er sem sagt hlynnt­ur því að við stund­um sjálf­bær­ar veiðar, hvort sem er á hvöl­um eða öðrum teg­und­um svo lengi sem við ger­um það með sjálf­bær­um og ör­ugg­um hætti.“

    En viður­kenn­ir þú eða horf­ist í augu við að fyr­ir­tækið hafi orðið fyr­ir tjóni vegna þess­ar­ar ákvörðunar?

    Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson hafa setið saman í …
    Svandís Svavars­dótt­ir og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son hafa setið sam­an í rík­is­stjórn í á átt­unda ár. mbl.is/​sam­sett mynd

    Fólk varð fyr­ir tjóni

    „Það er aug­ljóst að fólk sem bjóst við því að fara að vinna þarna í fyrra­sum­ar en svo gufaði sú vinna upp, það varð fyr­ir tjóni, ég held að það sé nokkuð aug­ljóst, það fékk alla vega ekki þá vinnu sem við vit­um líka að er ágæt­lega borgað fyr­ir en hvort þau fengu síðan vinnu sem var bet­ur borgað fyr­ir, það bara veit ég ekki.“

    Viðtalið við Sig­urð Inga má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert
    Loka