Vilja lækka kosningaaldurinn

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur ásamt fimm samherjum sínum í flokknum og tveimur þingmönnum Samfylkingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu um breytingu á stjórnarskránni um að lækka kosningaaldur úr 18 árum í 16.

Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að með frumvarpinu er lagt til að ungu fólki verði veitt tækifæri til þess að taka virkan þátt í mótun samfélagsins síns og styrkja þar með lýðræðið. Verði frumvarpið samþykkt mun kosningaaldur lækka úr 18 árum í 16 ár þó að kjörgengi muni áfram miðast við 18 ár. 

„Ákall um lækkun kosningaaldurs hefur lengi heyrst frá hagsmunasamtökum ungs fólks, til að mynda hefur ungmennaráð UMFÍ ítrekað ályktað um mikilvægi lægri kosningaaldurs og Landssamband ungmennafélaga hefur í baráttu sinni fyrir lýðræðisumbótum lengi beitt sér fyrir lækkun kosningaaldurs,“ segir enn fremur í greinargerðinni.

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert