Fleiri á móti bókun 35 en með

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri eru and­víg­ir frum­varpi Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð ut­an­rík­is­ráðherra um bók­un 35 en þeir sem eru því fylgj­andi.

Þetta kem­ur fram í könn­un sem Pró­sent gerði fyr­ir hönd Heims­sýn­ar, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um.

Fram kem­ur að 39% séu á móti en 35% fylgj­andi bók­un­inni.

Standi fram­ar inn­lendri lög­gjöf

„Fleiri í röðum stuðnings­manna Miðflokks­ins, Sjálf­stæðis­flokks­ins, Flokks fólks­ins, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sósí­al­ista­flokks Íslands eru á móti frum­varp­inu en fleiri á meðal stuðnings­manna Viðreisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hlynnt­ir samþykkt þess,“ seg­ir á vef Heims­sýn­ar.

Frum­varpið geng­ur að sögn út á það að inn­leitt reglu­verk frá Evr­ópu­sam­band­inu í gegn­um EES-samn­ing­inn gangi fram­ar lög­gjöf sem á sér inn­lend­an upp­runa.

Seg­ir í færslu um málið á vefsvæði Heims­sýn­ar að til standi að leggja það fram á nú­ver­andi þingi en það var einnig lagt fram í fyrra.

Mest andstaða hjá Miðflokkn­um

„Mest andstaðan við frum­varpið er á meðal stuðnings­manna Miðflokks­ins sam­kvæmt könn­un­inni eða 61% á móti 16% sem eru því hlynnt. Næst koma stuðnings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins og Flokks fólks­ins með 45% and­víg frum­varp­inu en 23% og 20% hlynnt því. Þá eru 42% stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins and­víg frum­varp­inu en 16% hlynnt. Loks er tæp­ur þriðjung­ur stuðnings­manna Sósí­al­ista­flokks­ins and­víg­ur eða 32% en 22% hlynnt,“ seg­ir á vefsvæði Heims­sýn­ar.

„Fróðlegt er að skoða stöðuna ef aðeins er miðað við þá sem taka af­stöðu með eða á móti frum­varpi ut­an­rík­is­ráðherra á meðal stuðnings­manna áður­nefndra flokka. Þá eru 79% stuðnings­manna Miðflokks­ins á móti frum­varp­inu, 72% stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins, 69% stuðnings­manna Flokks fólks­ins, 66% stuðnings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins og 59% stuðnings­manna Sósí­al­ista­flokks Íslands.“

Mest­ur stuðning­ur hjá Viðreisn

„Mest­ur stuðning­ur við frum­varp Þór­dís­ar Kol­brún­ar er á meðal stuðnings­manna Viðreisn­ar eða 58% á meðan 12% eru því and­víg. Næst koma stuðnings­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með 45% hlynnt og 16% and­víg.

Þá eru 40% stuðnings­manna VG hlynnt því en 24% and­víg. Loks styður tæp­ur þriðjung­ur stuðnings­manna Píratafrum­varpið eða 32% en 12% and­víg því.“

Könn­un­in var gerð dag­ana 18. sept­em­ber til 3. októ­ber 2024. Úrtakið var 2.150 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri, og var svar­hlut­fallið 51%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert