Sektaður fyrir að skjóta hundinn sinn

Eigandi hundsins fór með hann út á land og skaut …
Eigandi hundsins fór með hann út á land og skaut hann. Hundurinn á myndinni tengist fréttinni ekki. Ljósmynd/Pexels

​Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á hundaeiganda vegna ólögmætrar aflífunar á hundi sínum.

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð og matvælaframleiðslu í septembermánuði segir að hundaeigandi á höfuðborgarsvæðinu hafi ákveðið að aflífa veikan hund sinn sjálfur með byssuskoti.

„Var það gert úti á landi. Dýralæknum einum er heimilt að aflífa gæludýr nema í neyðartilfellum sem ekki átti við. Stjórnvaldssekt að upphæð 230.000 kr. var lögð á eiganda hundsins,“ segir í tilkynningu MAST.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka