Annar skóli undirbýr verkfallsaðgerðir

Verkföll eru boðuð í átta skólum víðs vegar um landið.
Verkföll eru boðuð í átta skólum víðs vegar um landið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annar framhaldsskóli undirbýr nú verkfallsaðgerðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu Kennarasambands Íslands. Ekki er þar tilgreint hvaða framhaldsskóli gæti bæst við.

Þegar hefur verkfall verið boðað í Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Auk hans hafa kennarar í fjórum leikskólum og þremur grunnskólum samþykkt að leggja niður störf 29. október, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, útilokaði þá ekki að kennarar í fleiri skólum myndu greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir.

Fundur í næstu viku

Í tilkynningu KÍ segir að ríkissáttasemjari hafi boðað til fundar á þriðjudag. Mætir þá viðræðunefnd Kennarasambandsins sem er skipuð formönnum aðildarfélaganna sjö og formanni KÍ, til fundar með samninganefndum sveitarfélaga og ríkisins.

Magnús Þór sagði í samtali við mbl.is nægan tíma til stefnu til að ná samkomulagi áður en kennarar leggja niður störf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert