Bændur vilja skjóta álftir

Álftir um allar grundir á fallegum haustdegi á Rangárvöllum.
Álftir um allar grundir á fallegum haustdegi á Rangárvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Álftirnar kvaka, segir í ljóðinu, en fyrir mér er þetta fremur hávaði en hljóð,“ segir Björgvin Þór Harðarson kornbóndi. Eins og sagði frá hér í Morgunblaðinu á dögunum er hann með ræktun á víðfeðmum ökrum við Gunnarsholt á Rangárvöllum.

Undir eru alls 240 hektarar en bóndinn áætlar að álftir skaði og jafnvel eyðileggi uppskeruna á um 30 hekturum.

Fullt starf að fæla og flauta

Álftin hefur verið áberandi á þessu svæði að undanförnu – og þótt oddaflug fuglanna sé tignarlegt er ekki allt sem sýnist. „Fuglinn lendir við akrana og fer síðan í kornið; étur korn af stönglunum og bælir niður grösin. Slíkt veldur því að erfitt er að vinna akrana upp að vori, nema þá helst að brenna hálminn eins og sinu,“ segir Björgvin Þór.

„Hér í Gunnarsholti er fullt starf fyrir einn mann að fara milli akranna og fæla álftirnar; flauta á þær og veifa. Slíkt stoðar lítið til lengdar og fuglinn venst fuglahræðum og hljóðmerkjum. Það eina sem dugar er að fækka álftinni og því þarf að breyta lögum; leyfa bændum að grípa til vopna. Koma með haglabyssurnar og skjóta álftirnar. Ég veit þess dæmi að bændur hiki við að rækta korn vegna þessarar óværu sem er alfriðuð og því fátt til ráða.“

Stofninn telur 34 þúsund fugla

Fyrir nokkrum vikum var lögð fram á Alþingi – endurflutt – tillaga til þingsályktunar um að umhverfisráðherra heimili veiðar á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma. Hvað álftinni viðvíkur er lagt til að heimilt verði að hana megi veiða á kornökrum frá maíbyrjun út september.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert