„Loksins gafst ríkisstjórnin upp“

Guðmundur Árni Stefánsson, varformaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Árni Stefánsson, varformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Loksins gafst ríkisstjórnin upp og kastaði inn handklæðinu, enda hún þrotin kröftum og stuðningi.“

Þetta skrifar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í færslu á Facebook. Tilefnið er sú ákvörðun Bjarna Benedikssonar forsætisráðherra að leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í lok nóvember.

„Nú er valdið í höndum kjósenda. Við þurfum nýtt upphaf með og fyrir fólkið í landinu. Við jafnaðarmenn, XS, erum tilbúnir í verkin og til þjónustu reiðubúnir, þar sem velferð fyrir fólk verður í öndvegi, kröftugt atvinnulíf, nýtt stórátak í húsnæðismálum og jafnvægi í efnahagsmálum,“ skrifar Guðmundur Árni.

Hann segir að þetta verði stutt og snörp kosningabarátta en að jafnaðarfólk sé vel undirbúð.

„Nú er tækifærið! Fyrir fólkið í landinu.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert