„Hugtakaruglingur“ hjá Svandísi

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að það …
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að það kæmi til greina að gera Sigurð Inga að forsætisráðherra í starfsstjórn. mbl.is/Arnþór

Ekki er hægt að mynda starfs­stjórn með nýj­um for­sæt­is­ráðherra eins og Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, hef­ur lagt til. Með því að leggja til að formaður Fram­sókn­ar verði for­sæt­is­ráðherra er hún í raun að tala fyr­ir mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sem fæli í sér aðra leið en mynd­un starfs­stjórn­ar.

Þetta seg­ir Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Haf­steinn seg­ir að umræðan á und­an­förn­um sól­ar­hring­um bendi til þess að fólk sé að rugla sam­an hug­tök­um á borð við þingrof og lausn­ar­beiðni for­sæt­is­ráðherra.

Hvað er starfs­stjórn?

Í kjarnyrtu máli seg­ir hann að þingrof gangi út á það að for­sæt­is­ráðherra stytti kjör­tíma­bil Alþing­is, en Alþingi er kjörið til fjög­urra ára í senn, og flýti þannig kosn­ing­um.

Aft­ur á móti snýr lausn­ar­beiðni út á það að for­sæt­is­ráðherra biðst lausn­ar fyr­ir ráðuneyti sitt og þá tek­ur við starfs­stjórn leidd af for­sæt­is­ráðherra að beiðni for­seta og sit­ur þar til ný rík­is­stjórn hef­ur verið mynduð sem nýt­ur stuðnings meiri­hluta þings­ins.

„Þetta tvennt er aðskilið og þarf ekk­ert að fara sam­an,“ seg­ir Haf­steinn og út­skýr­ir hvað starfs­stjórn er.

„Starfs­stjórn er í raun­inni bara hug­tak sem notað er yfir rík­is­stjórn sem sit­ur eft­ir að beðist hef­ur verið lausn­ar þangað til að ný rík­is­stjórn hef­ur verið mynduð. Þetta ger­ist þá þannig að for­sæt­is­ráðherra biðst lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt við for­seta Íslands og for­set­inn ósk­ar eft­ir því að for­sæt­is­ráðherra sitji áfram og leiði rík­is­stjórn þangað til að ný rík­is­stjórn hef­ur verið mynduð. Það er starfs­stjórn,“ seg­ir Haf­steinn.

Hafsteinn Þór Hauksson ræddi við mbl.is til þess að reyna …
Haf­steinn Þór Hauks­son ræddi við mbl.is til þess að reyna leysa flækj­una. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingvars­son

„Þetta er ein­hver hug­takarugl­ing­ur“

Svandís lagði í gær til þann mögu­leika að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, yrði for­sæt­is­ráðherra í starfs­stjórn.

Haf­steinn seg­ir hins veg­ar að þá sé ekki leng­ur verið að ræða um starfs­stjórn.

„Þetta er ein­hver hug­takarugl­ing­ur. Í fyrsta lagi vil ég nú segja það að ég held að það sé al­veg for­dæma­laust að ráðherr­ar í frá­far­andi rík­is­stjórn neiti að sitja í starfs­stjórn. Það eru mjög sér­kenni­leg­ar aðstæður, en auðvitað geta þær komið upp,“ seg­ir Haf­steinn.

„Það er þá ekki hug­mynd um starfs­stjórn“

Hann út­skýr­ir að aðstæðan væri önn­ur ef for­sæt­is­ráðherr­ann sjálf­ur neitaði að sitja í starfs­stjórn, þá þyrfti að grípa til annarra úrræða en mynd­un starfs­stjórn­ar. Það séu þó óþarfa vanga­velt­ur þar sem fyr­ir ligg­ur að Bjarni sé til­bú­inn að sitja í starfs­stjórn eins og venja kveður á um.

„Hug­mynd­in um það að ein­hver ann­ar taki við sem for­sæt­is­ráðherra – nýtt ráðuneyti taki við – það er þá ekki hug­mynd um starfs­stjórn. Það er þá í raun bara hug­mynd um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Það gæti al­veg gerst að meiri­hluti þings­ins kæmi sér ein­fald­lega sam­an um nýja rík­is­stjórn,“ seg­ir hann og út­skýr­ir að það gæti verið meiri­hluta­stjórn eða minni­hluta­stjórn.

„En það kæmi mér mjög á óvart í ljósi þess hversu skammt er til kosn­inga.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar. mbl.is/​Há­kon

Biðst lausn­ar í dag

Hann seg­ir að ef ein­stak­ir ráðherr­ar í starfs­stjórn neiti að sitja áfram þá verði vænt­an­lega brugðist við því með því að skipta verk­um inn­an stjórn­ar­inn­ar.

Að hans mati hefði verið eðli­leg­ast ef Bjarni hefði rofið þing og rík­is­stjórn­in hefði setið áfram sem meiri­hluta­stjórn fram að kosn­ing­um. Bjarni hefði svo beðist lausn­ar eft­ir kosn­ing­ar þegar stjórn­in hefði misst umboð sitt.

Það er ein­mitt það sem Bjarni lagði til upp­haf­lega þar til í ljós kom að Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, krafðist þess að Bjarni myndi biðjast lausn­ar. Til stend­ur að Bjarni fari á Bessastaði í dag og biðjist lausn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert