Gunnar Axel baðst lausnar frá störfum

Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum.
Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum. Mynd/Sigurður Bogi

Gunn­ar Axel Ax­els­son, bæj­ar­stjóri í Vog­um, óskaði eft­ir lausn frá störf­um á fundi bæj­ar­ráðs í dag. 

Vík­ur­frétt­ir greina frá en þar seg­ir að Gunn­ar hafi glímt við lang­tíma­af­leiðing­ar eft­ir Covid-19. Hann hef­ur verið í veik­inda­leyfi en stefndi að því að koma aft­ur til starfa síðustu mánaðamót.

„Tel ég það mik­il­væg­ara fyr­ir sveit­ar­fé­lagið, fyr­ir sam­starfs­fólk mitt og bæj­ar­búa að það sé starf­andi bæj­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu og að allri óvissu um hvort og þá hvenær ég muni geta snúið aft­ur til starfa verði eytt. Þess vegna óskaði ég eft­ir lausn frá störf­um,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við Vík­ur­frétt­ir. 

Heils­an og fjöl­skyld­an í for­gangi

Gunn­ar kveðst ekki vita hvað taki við í fram­hald­inu en hann seg­ir að heils­an og fjöl­skyld­an verði í for­gangi.  

„Ég hef starfað á sviði sveit­ar­stjórn­ar­mála um langt ára­bil og bý að tals­verði reynslu og þekk­ingu á sviði efna­hags­mála og op­in­berra fjár­mála. Það er því ekki ólík­legt að ég muni taka að mér ein­hver verk­efni tengd sveit­ar­stjórn­ar­mál­um þegar þar að kem­ur en það á allt eft­ir að koma í ljós,“ er haft eft­ir Gunn­ari. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert