Áslaug opin fyrir að ræða atkvæðagreiðslu um ESB

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurð að hún útiloki ekki að umræður um atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði rædd í næstu ríkisstjórnarviðræðum, ef slík krafa kæmi fram við myndun næstu ríkisstjórnar.

Hún segist þó vera andvíg inngöngu og setur þann fyrirvara á að slíka atkvæðagreiðslu mætti ræða við upphaf stjórnarmyndunarviðræðna. 

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Bakherberginu, sem þeir Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson stýra.

Í þættinum voru gestir þær Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.

Þannig að þú gætir stutt viðræður um þjóðaratkvæðagreiðslu. Um að fara í viðræður,?“ spyr Andrés Jónsson þáttastjórnandi. 

Já, ég gæti tekið umræðu um það við myndum ríkisstjórnar,“ svarar Áslaug Arna. 

„Ég hef engar áhyggjur af því að þjóðin myndi samþykkja það,“ segir Áslaug í framhaldinu.

Árétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Áslaug væri hlynnt viðræðum við ESB, en það var röng túlkun á orðum hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert