Í skanna og þurfa ekki að afklæðast

Lagt er til að tollgæslan geti leitað í farangri farþega …
Lagt er til að tollgæslan geti leitað í farangri farþega að þeim fjarstöddum en tilkynna skal um leitina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í frum­varps­drög­um fjár­málaráðuneyt­is­ins, sem birt hafa verið í sam­ráðsgátt, er lagt til að tol­lyf­ir­völd­um verði heim­ilað að leita í inn­rituðum far­angri farþega og áhafn­ar að viðkom­andi fjar­stödd­um.

Einnig er lagt til að toll­gæsl­an megi nota lág­skammta rönt­gen­sk­anna við ná­kvæma leit á farþegum að fengnu samþykki þeirra í stað þess að farþegar þurfi að af­klæðast við leit­ina.

Verið neitað um aðgang að ra­f­rænni vökt­un

Enn frem­ur er í frum­varp­inu kveðið á um að tol­lyf­ir­völd skuli fá aðgang að ra­f­rænni vökt­un og upp­tök­um úr mynda­véla­kerf­um á svæðum þar sem viðhafa á tolleft­ir­lit, en tekið er fram að mörg dæmi séu um að sveit­ar­fé­lög og einkaaðilar neiti að veita toll­in­um aðgang að ra­f­rænni vökt­un á þess­um svæðum.

Til­lög­urn­ar er að finna í drög­um að bandorms­frum­varpi ráðuneyt­is­ins um ýms­ar breyt­ing­ar á skött­um, gjöld­um og tolla­lög­um o.fl. sem til stend­ur að lög­festa.

Setji kvitt­un í far­ang­ur

Sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um ber að gefa farþegum og áhöfn­um kost á að vera viðstadd­ir ef toll­gæsl­an leit­ar í far­angri þeirra.

Til­gang­ur­inn með því að rýmka heim­ild­ina og heim­ila tol­lyf­ir­völd­um að leita að viðkom­andi fjar­stödd­um er sá að styrkja eft­ir­lit og varn­ir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. Þetta verði heim­ilt ef það myndi leiða til óhóf­legra tafa eða annarra erfiðleika að hann væri viðstadd­ur leit­ina.

„Toll­gæslu ber að beita þess­ari heim­ild sinni til leit­ar af varúð og upp­lýsa viðkom­andi um að leit hafi farið fram ef hann hef­ur ekki verið viðstadd­ur leit­ina. Ein leið til þess er að setja kvitt­un í far­ang­ur þar sem fram kem­ur að leit hafi farið fram og að laga­heim­ild sé fyr­ir leit­inni,“ seg­ir í skýr­ing­um með til­lög­unni.

Áhætta af flutn­ingi reiðufjár

Bent er á að sam­kvæmt áhættumati rík­is­lög­reglu­stjóra frá því í des­em­ber á síðasta ári sé áhætt­an af flutn­ingi reiðufjár til og frá land­inu met­in mik­il og í hæsta áhættu­flokki, þar sem toll­gæsl­una skorti viðun­andi laga­heim­ild til að fram­kvæma leit í inn­rituðum far­angri. Með þess­ari til­lögu sé brugðist við þess­um ábend­ing­um og jafn­framt ábend­ing­um í kjöl­far út­tekt­ar alþjóðlegs vinnu­hóps um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka frá ár­inu 2018 varðandi skort á eft­ir­liti með flutn­ingi reiðufjár.

Næsta út­tekt vinnu­hóps­ins verður gerð á ár­inu 2026 og því er talið aðkallandi að lög­festa þetta ákvæði um leit í far­angri áður en hún fer fram.

Inn­gripið farþegum þung­bært

Til­gang­ur­inn með því að bjóða farþegum sem eiga að gang­ast und­ir ná­kvæma leit upp á að fara í lág­skammta rönt­gen­sk­anna er meðal ann­ars sagður sá að bæta og straum­línu­laga eft­ir­litið „þegar upp vakn­ar grun­ur um mögu­legt inn­vort­is smygl hjá farþega við komu til lands­ins eða við brott­för frá land­inu. Tími tolleft­ir­lits­skoðunar mun stytt­ast veru­lega, bæði farþegum og toll­gæsl­unni til hags­bóta auk þess sem boðið er upp á mögu­leika sem lág­mark­ar óþæg­indi farþega sem sæta eft­ir­liti,“ seg­ir í skýr­ing­um.

Ef farþeg­inn samþykk­ir þetta geng­ur hann í gegn­um hlið með rönt­gen­geisl­un. Tækið tek­ur ein­fald­ar rönt­gen­mynd­ir af beina­grind og innri rým­um lík­am­ans, eins og það er orðað.

Tekið er fram að ekki sé um að ræða skanna eins og notaðir eru í aukn­um mæli við ör­yggis­eft­ir­lit á flug­völl­um sem sýna út­lín­ur lík­am­ans og hluti und­ir föt­um og ekki sé held­ur um að ræða rönt­gen­vél, tölvusneiðmynda­vél eða MR-tæki eins og notuð eru á sjúkra­hús­um.

Tækið verður staðsett í sér­stöku stjórn­her­bergi á Kefla­vík­ur­flug­velli og tekið er fram að mynd­ir frá skann­an­um verði ekki vistaðar.

Toll­gæsl­an hef­ur í fram­kvæmd gert grein­ar­mun á al­mennri leit og ná­kvæm­ari leit við eft­ir­litið. Við ná­kvæma leit þarf farþegi að af­klæðast en al­menn leit á sér stað utan klæða.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka