Þórunn færist niður í þriðja sætið: Sjálfstæðisflokkur höfuðandstæðingur

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar fer í þriðja sætið.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar fer í þriðja sætið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa ákveðið að gefa eftir oddvitasæti sitt hjá Samfylkingunni í Kraganum. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. Ef að líkum lætur verður það Alma Möller landlæknir sem verður stillt upp í oddvitasæti fyrir flokkinn.

Eins og fram kom á dögunum hyggst Alma bjóða sig fram fyrir flokkinn og sækist hún eftir eftsta sæti á lista. 

Ákall um endurnýjun á toppnum 

Þessi helgi hefur sannarlega verið viðburðarík í pólitíkinni jafnt innan Samfylkingarinnar sem og hjá höfuðandstæðingi okkar Sjálfstæðisflokknum. Mig langar til að segja ykkur að á fundi með fulltrúum í uppstillingarnefnd í dag ákvað ég að taka þriðja sætið á framboðslistanum. Það er ákall eftir endurnýjun á toppnum og ég ákvað að verða við því ákalli.

Ég er þannig gerð að ég kýs að vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín. Ég vona að þið styðjið mig áfram sem hingað til, kæru vinir. Þegar uppstillingarnefnd lýkur störfum sínum verður framboðslistinn lagður fyrir á fundi kjördæmisráðs til afgreiðslu. Félagar mínir í Suðvesturkjördæmi eiga að sjálfsögðu síðasta orðið,“ segir Þórunn á Facebook-síðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert