Stefán endurráðinn til fimm ára

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri heldur starfinu.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri heldur starfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið endurráðinn til fimm ára. Hann sóttist eftir því að gegna starfinu áfram.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ríkisútvarpsins. 

„Ég er þakklátur stjórn Ríkisútvarpsins fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ákvörðun. Ríkisútvarpið gegnir afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og ég er stoltur af því frábæra starfsfólki sem hjá okkur starfar og leggur sig í líma dag hvern við að standa undir þeim kröfum og mikla trausti sem Ríkisútvarpið nýtur í samfélaginu. Áfram munum við sinna okkar verkefnum og skyldum við land og þjóð af metnaði og krafti líkt og undanfarin ár,“ er haft eftir Stefáni í tilkynningunni. 

Stefán Ei­ríks­son var ráðinn í starf út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins ohf. í lok janú­ar 2020 af stjórn fé­lags­ins og var hann val­inn úr hópi 41 um­sækj­anda um starfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka