Stjórn RÚV klofnaði við ráðninguna

Stjórn RÚV ákvað með minnsta mögulega meirihluta að endurráða Stefán …
Stjórn RÚV ákvað með minnsta mögulega meirihluta að endurráða Stefán án auglýsingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Ríkisútvarpsins klofnaði í herðar niður vegna ákvörðunar um hvort endurráða ætti Stefán Eiríksson útvarpsstjóra án auglýsingar eða að auglýsa stöðuna. Fimm stjórnarmenn kusu að ráða Stefán án auglýsingar en fjórir vildu að staðan yrði auglýst.

Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar RÚV frá 17. október.

Fjórir stjórnarmenn lögðu fram bókun sem Ingvar Smári Birgisson, varaformaður stjórnarinnar, vakti athygli á á Facebook.

„Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar,“ segir í bókuninni. 

Endurráðinn til fimm ára

Þeir fjórir stjórnarmenn sem vildu láta auglýsa stöðuna eru Ingvar Smári, fulltrúi í stjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Rósa Kristinsdóttir, fulltrúi í stjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi í stjórn fyrir Vinstri græna, og Diljá Ámundadóttir Zoëga, fulltrúi í stjórn fyrir Viðreisn.

Þeir fimm stjórnarmenn sem vildu ekki láta auglýsa stöðuna voru Silja Dögg Gunnarsdóttir, fulltrúi í stjórn fyrir Framsókn, Mörður Áslaugarson, fulltrúi í stjórn fyrir Pírata, Margrét Tryggvadóttir, fulltrúi í stjórn fyrir Samfylkinguna, Aron Ólafsson, fulltrúi í stjórn fyrir Framsókn, og Þráinn Óskarsson, fulltrúi í stjórn fyrir Flokk fólksins. 

Stefán Ei­ríks­son var ráðinn í starf út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins ohf. í lok janú­ar 2020 af stjórn fé­lags­ins og var hann val­inn úr hópi 41 um­sækj­anda um starfið. Eins og fyrr segir þá er nú búið að endurráða Stefán án auglýsingar til fimm ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert