Vilhjálmur hjólar í Ragnar Þór

Ragnar Þór mun ekki hætta sem formaður VR þrátt fyrir …
Ragnar Þór mun ekki hætta sem formaður VR þrátt fyrir að leiða lista Flokks fólksins í einu kjördæmi. Samsett mynd

Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, um hræsni fyrir að sitja áfram sem formaður VR á sama tíma og hann leiðir lista Flokks fólksins í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu.

Í færslu á Facebook segir Vilhjálmur að Ragnar hafi í síðasta mánuði sagt í tengslum við frumvarp sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalda að hugmyndir um þátttöku stjórnmálamanna í kjarasamningum væru fráleitar og myndu aldrei ganga upp.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, staðfesti við mbl.is í gær að Ragn­ar myndi leiða fram­boðslista í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu í næstu þing­kosn­ing­um. Ragn­ar hyggst ekki láta af störf­um hjá VR á meðan.

Úrelt og óþarfa gjald

„Hann bætti við að verkalýðshreyfingin hefði líklega ekki gert kjarasamninga síðustu tíu árin ef svo væri. Það virðist ekki það sama eiga við um hann sjálfan og aðra, enda tilkynnti hann í gær að hann hygðist bjóða sig fram til þings og það hefði ekki áhrif á störf hans hjá VR á meðan,“ skrifar Vilhjálmur í færslu á facebook sem heldur áfram:

„Sannarlega, það gildir ekki það sama um Jón og séra Jón.“

Vilhjálmur segir að til þess að gæta sanngirni þá hafi Ragnar sagt verkalýðshreyfinguna vera hrifna af frumvarpinu.

„En sem stendur þurfa kaupendur íbúðarhúsnæðis að greiða 0,8 prósent af fasteignamati í stimpilgjald sem er úrelt og óþarfa gjald. Gjaldið kemur verst niður á ungu fólki sem þarf að stækka við sig vegna barneigna og eldra fólki sem vill minnka við sig,“ skrifar Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka