Fjögur stórverkefni OR: 350 milljarðar til Íslands

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar segir fyrirhugaða niðurdælingarstöð Carbfix við Hafnarfjörð geta skilað 350 milljörðum króna inn í íslenskt samfélag. Viðræður við fjárfesti séu langt komnar sem og við væntanlega viðskiptavini. Þrjú önnur slík verkefni á Íslandi séu á teikniborðinu.

„Við áætlum að hvert svona verkefni sé að skila varlega áætlað 350 milljörðum inn í íslenskt samfélag yfir 30 ára líftíma. Við erum því að horfa til þess að fjögur slík verkefni geti skilað efnahagslegum ábata upp á 1.400 milljarða ef áform okkar ganga eftir. Við erum komin langt í þessu ferli með nokkrum viðskiptavinum. Um er að ræða 80 milljarða króna viðskipti á 15 ára samningstíma,“ segir hann.

Orkuveituhúsið.
Orkuveituhúsið. mbl.is/sisi

Viðskiptalíkan Carbfix gengur út á að selja niðurdælingu á koldíoxíði með tækni fyrirtækisins.

Spurður hvort sambærileg áform í Evrópu séu sýndarmennska segir Sævar Freyr að þessi iðnaður sé að fara af stað. Fyrirtæki hafi mikinn hag af tækni Carbfix því hún spari mikla skatta vegna losunar á koldíoxíði.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert