Hverjir verða oddvitar Samfylkingarinnar?

Myndir eru teknar að skýrast af framboðslistum Samfylkingarinnar. Fjórir gefa …
Myndir eru teknar að skýrast af framboðslistum Samfylkingarinnar. Fjórir gefa kost á sér í forystusæti í Norðvesturkjördæmi. Samsett mynd

Kunnugleg andlit munu skipa flest oddvitasæti á listum Samfylkingarinnar í komandi kosningum en í vikunni verða listar flokksins loksins kynnt­ir. Harðasta samkeppnin um oddvitasæti er í Norðvesturkjördæmi þar sem fjórir sækjast eftir forystusæti.

Flokkurinn hefur enn ekki kynnt lista sína formlega en þó hafa nokkrir flokksfélagar lýst yfir áhuga sínum á að leiða í hinu eða þessu kjördæmi.

Kosn­inga­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði við mbl.is í gær að gera mætti ráð fyr­ir því að list­ar flokks­ins í Suður­kjör­dæmi og Norðvest­ur­kjör­dæmi verði kynnt­ir á morgun, fimmtu­dags­kvöld.

Þó væri hugs­an­legt að list­inn í Norðvest­ur­kjör­dæmi verði kynnt­ur á föstu­dags­kvöld. Listarnir í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi yrðu kynntir á laugardag en þó þykir nær ljóst hverjir muni skipa efstu sætin þar.

Norðvestur: Kennari, bæjarstjóri, lögga eða framkvæmdastjóri KKÍ

Valgarður Lyngdal Jónsson kennari leiddi listann í Norðvesturkjördæmi í fyrra og hann segist í samtali við mbl.is nú sækjast eftir 1.-2. sæti.

Það gerir Hann­es Sig­ur­björn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Körfuknatt­leiks­sam­bands Íslands (KKÍ), einnig.

Þá hefur Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðar, líka ákveðið að gefa kost á sér til þess að leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Gylfi Þór Gylfason, lögregluvarðstjóri á Ísafirði, hefur einnig tilkynnt að hann sækist eftir efstu tveimur sætunum, samkvæmt umfjöllun Bæjarins besta.

Sem fyrr segir liggur niðurstaða í Norðvesturkjördæmi líklega fyrir á morgun.

Kemur Logi einn til greina í Norðausturkjördæmi?

Logi Einarsson, fyrrverandi formaður, hefur lýst því yfir að hann sækist eftir því að halda oddvitasæti sínu í kjördæminu.

Ekki er vitað til þess að fleiri sækist eftir 1. sæti í kjördæminu.

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, hefur verið orðuð við framboð en hún blés á þá orðróma þegar mbl.is sló á þráðinn hjá henni í dag. „Ég er ekki á leiðinni í framboð,“ sagði Hilda áður en blaðamaður gat spurt.

Landlæknir leiðir í Suðvestri 

Upp­still­ing­ar­nefnd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi hefur lagt til að Alma Möller landlækn­ir leiði list­ann, að því er fram kom í tölvupósti sem nefndin sendi flokksmönnum í kjördæminu.

Þá muni Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, skipa 2. sæti.

Hefur reynsluboltinn Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þingmaður og fyrrverandi umhverfisráðherra, ákveðið að víkja úr oddvitasæti og færa sig í 3. sætið í kjördæminu.

Víðir í Suðurkjördæmi

Marg­ir hafa sótt um að vera á lista í Suðurkjördæmi. Allir þingmenn Samfylkingarinnar í kjördæminu hafa sagst ætla að bjóða sig fram að nýju að undanskildri Odd­nýju Harðardótt­ur.

En það þýðir að odd­vitasætið er laust og Víðir Reyn­is­son, sviðsstjóri al­manna­varnadeildar ríkislögreglustjóra, er talinn líklegastur til leiða Sam­fylk­ing­una þar í kom­andi kosningum.

Hann hefur verið tilnefndur af uppstillingarnefnd en enn er óljóst hvort kjör­dæm­is­ráð sé búið að staðfesta upp­still­ing­una.

Kristrún og hver?

Gera má fastlega ráð fyrir því að Kristrún Frostadóttir formaður leiði lista Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæminu en hún er nú oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Jóhann Páll Jóhannsson er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður og þykir hann því einnig líklegasti oddvitinn.

Aftur á móti hefur Dag­ur B. Eggerts­son, formaður borgarráðs og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, verið orðaður við fram­boð og hefur hann sjálfur ekki úti­lokað það.

Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Morgunblaðið mælist Samfylkingin með um 22% fylgi í Reykjavík suður og ríflega 30% fylgi í Reykjavík norður. Flokkurinn er því sá eini sem mælist með yfir 30% í nokkru kjördæmi.

Þórður Snær Júlí­us­son hætti fyr­ir nokkr­um vik­um sem rit­stjóri á Heim­ild­inni og sagðist ætla að taka þátt í flokks­starfi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ekki er vitað hvort hann sæk­ist eft­ir sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert