30% afsláttur á flugfargjöldum Icelandair

Þota Icelandair.
Þota Icelandair. mbl.is/Hörður Sveinsson

Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, sendi á dögunum tölvupóst til viðskiptavina sinna þar sem bankinn býður 30% afslátt á flugfargjöldum hjá Icelandair.

Fram kemur í tilkynningu bankans til viðskiptavina að þeim sem safni Vildarpunktum hjá Icelandair með greiðslukorti bjóðist 30% afsláttur á Economy Standard- og Saga Premium-fargjöldum til Amsterdam, Gran Canaria, Helsinki, Lissabon og Zürich.

Þetta er áhugaverð markaðssetning ríkisbankans. Sú spurning vaknar hvort Landsbankinn komi til með að bjóða slíkt hið sama á flugfargjöldum Play og þar með styðja bæði flugfélög landsins.

Greinin birtist í Morgublaðinu fimmtudaginn sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka