Listi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði hefur verið samþykktur.
Fyrr í dag var greint frá því að uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi legði til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Þá verður Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Miðflokksins, í öðru sæti.
Listi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi í heild sinni:
- Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra
- Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra
- Sigurður Páll Jónsson, fyrrverandi þingmaður
- Hákon Hermannsson, Ísafirði
- Högni Elfar Gylfason, Skagafirði
- Finney Aníta Thelmudóttir, Akranesi
- Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd
- Friðþjófur Orri Jóhannsson, Hellissandi
- Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi
- Hafþór Torfason, Drangsnesi
- Ásgeir Sævar Víglundsson, Dalasýslu
- Jökull Fannar Björnsson, Borgarbyggð
- Óskar Torfason, Drangsnesi
- Óli Jón Gunnarsson, Akranesi