Ingibjörg leiðir og Gunnar Bragi í öðru sæti

Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Miðflokksins, og Ingibjörg …
Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Miðflokksins, og Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og fyrrverandi sendiherra. Samsett mynd

Listi Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði hefur verið samþykktur.

Fyrr í dag var greint frá því að upp­still­inga­nefnd Miðflokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi legði til að Ingi­björg Davíðsdótt­ir leiði lista flokks­ins í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um.

Þá verður Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Miðflokksins, í öðru sæti. 

Listi Miðflokks­ins í Norðvestur­kjör­dæmi í heild sinni:

  1. Ingibjörg Davíðsdóttir, stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og sendiherra
  2. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra
  3. Sigurður Páll Jónsson, fyrrverandi þingmaður
  4. Hákon Hermannsson, Ísafirði
  5. Högni Elfar Gylfason, Skagafirði
  6. Finney Aníta Thelmudóttir, Akranesi
  7. Ílóna Sif Ásgeirsdóttir, Skagaströnd
  8. Friðþjófur Orri Jóhannsson, Hellissandi
  9. Erla Rut Kristínardóttir, Akranesi
  10. Hafþór Torfason, Drangsnesi
  11. Ásgeir Sævar Víglundsson, Dalasýslu
  12. Jökull Fannar Björnsson, Borgarbyggð
  13. Óskar Torfason, Drangsnesi
  14. Óli Jón Gunnarsson, Akranesi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka